Handbolti

Alexander frá í fjóra mánuði

Elvar Geir Magnússon skrifar
Alexander Petersson.
Alexander Petersson.

Silfurdrengurinn Alexander Petersson hefur gengist undir aðgerð á vinstri öxl en meiðsli hafa verið að hrjá hann síðan á Ólympíuleikunum í Peking. Aðgerðin heppnaðist vel og mun hann vera útskrifaður af sjúkrahúsi fyrir helgi.

Frá þessu greindi Ríkisútvarpið. Alexander leikur með Flensburg í Þýskalandi en læknir liðsins segir að endurhæfing muni taka fjóra mánuði og hann verði því ekki orðinn leikfær fyrr en í mars.

Það er því ólíklegt að hann geti leikið landsleiki Íslands gegn Makedóníu og Eistlandi í undankeppni EM en þeir fara fram 19. og 21. mars.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×