Green vill hverfa aftur til gamalla tíma 18. október 2008 10:21 Philip Green var á ferðinn hér á landi á dögunum til að ræða yfirtöku á skuldum Baugs. MYND/Stöð 2 Breski auðjöfurinn Philip Green segir að fólk hafi verið hvatt til skuldsetningar og að auðvelt hafi verið að taka lán að undanförnu. Því sé fólk víða um heim í vandræðum. Í viðtali við breska blaðið Daily Mirror kemur fram að hann telji farsælustu lausnina á fjármálakreppunni að hverfa aftur til gamals tíma þegar bankar voru í meiri samskiptum við viðskiptavini sína og Bretar höfðu meiri stjórn á skuldsetningu sinni. „Fólk hefurt verið hvatt til skuldsetningar. Allir vilja stærra hús, betri bíl og að ferðast til ókunnra staða. Ef þetta er gert auðvelt lætur fólk það eftir sér," segir Green um lánastefnu fjármálastofnana. Þá segir hann að hinn venjulegi maður, og jafnvel hann sjálfur, skilji vart hvað sé að gerast í heiminum um þessar mundir. „Við verðum að muna að í tíu ár í landinu var stöðugur hagvöxtur og lítil verðbólga og þá höfðu allir það betra," segir Green og vísar til tíma fyrir útlánaþensluna. Green segir að einhverjir kaupmenn og verslunareigendur muni heltast úr lestinni og hluti almennings lenda í vandræðum í núverandi kreppu en telur engu að síður að máluð hafi verið of dökk mynd af ástandinu. „Menn verða að beita almennri skynsemi. Ef fólk getur ekki borgað af húsnæði sínu þarf það að leita til bankastjórans og leita lausna, eins og í gamla daga," segir Green. Daily Mirror kemur einnig inn á tilraunir Greens til þess að kaupa skuldir Baugs í Bretlandi. Segir blaðið að ef af því verði þá eignist hann verslanakeðjur eins og Oasis, Iceland, Hamleys og Jane Norman. Með því yrði hann áhrifamesti maðurinn á fataverslunargeiranum í Bretlandi með yfir 90 þúsund manns í vinnu í 6.500 búðum. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Breski auðjöfurinn Philip Green segir að fólk hafi verið hvatt til skuldsetningar og að auðvelt hafi verið að taka lán að undanförnu. Því sé fólk víða um heim í vandræðum. Í viðtali við breska blaðið Daily Mirror kemur fram að hann telji farsælustu lausnina á fjármálakreppunni að hverfa aftur til gamals tíma þegar bankar voru í meiri samskiptum við viðskiptavini sína og Bretar höfðu meiri stjórn á skuldsetningu sinni. „Fólk hefurt verið hvatt til skuldsetningar. Allir vilja stærra hús, betri bíl og að ferðast til ókunnra staða. Ef þetta er gert auðvelt lætur fólk það eftir sér," segir Green um lánastefnu fjármálastofnana. Þá segir hann að hinn venjulegi maður, og jafnvel hann sjálfur, skilji vart hvað sé að gerast í heiminum um þessar mundir. „Við verðum að muna að í tíu ár í landinu var stöðugur hagvöxtur og lítil verðbólga og þá höfðu allir það betra," segir Green og vísar til tíma fyrir útlánaþensluna. Green segir að einhverjir kaupmenn og verslunareigendur muni heltast úr lestinni og hluti almennings lenda í vandræðum í núverandi kreppu en telur engu að síður að máluð hafi verið of dökk mynd af ástandinu. „Menn verða að beita almennri skynsemi. Ef fólk getur ekki borgað af húsnæði sínu þarf það að leita til bankastjórans og leita lausna, eins og í gamla daga," segir Green. Daily Mirror kemur einnig inn á tilraunir Greens til þess að kaupa skuldir Baugs í Bretlandi. Segir blaðið að ef af því verði þá eignist hann verslanakeðjur eins og Oasis, Iceland, Hamleys og Jane Norman. Með því yrði hann áhrifamesti maðurinn á fataverslunargeiranum í Bretlandi með yfir 90 þúsund manns í vinnu í 6.500 búðum.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira