Erlent

Sami lögreglumaður með byssumál morðingjans frá upphafi

Óli Tynes skrifar
Matti Juhani Saari.
Matti Juhani Saari.

Finnski fjöldamorðinginn Matti Juhani Saari var yfirheyrður af lögreglumanni eftir að hann setti myndband af sér skjótandi á YouTube. Þar sagði hann meðal annars „Þú munt deyja næst."

Eftir yfirheyrsluna taldi lögreglumaðurinn ekki ástæðu til þess að aðhafast neitt. Daginn eftir myrti Saari tíu manns og framdi sjálfsmorð.

Finnska lögreglan hefur nú staðfest að lögreglumaðurinn sem yfirheyrði hann var sá sami og veitti honum byssuleyfi til bráðabirgða í ágúst síðastliðnum.

Lögreglan kveðst vera að rannsaka málið, meðal annars hvort einhver tengsl hafi verið á milli Saaris og lögreglumannsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×