Innlent

Kjarnasamningur samþykktur á Húsavík og í nágrenni

Aðalsteinn Árni Baldursson er formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis.
Aðalsteinn Árni Baldursson er formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis.

Verkalýðsfélag Húsavíkur og nágrennis samþykkti nýgerðan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins með miklum yfirburðum.

Verkalýðsfélagið stóð fyrir póstatkvæðagreiðslu og greiddu um 42 prósent þeirra rúmlega 650 félagsmanna atkvæði í kosningunni. 86 prósent samþykktu samninginn, 12 prósent voru á móti og auð og ógild reyndust eitt prósent atkvæða. Samningurinn skoðast því samþykktur af hálfu Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis.

Fyrr í dag var greint frá því að aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins hefðu samþykkt samninginn sem gerður var 17. febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×