Viðskipti innlent

Baugur og fleiri fyrirtæki á leið úr landi

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson.

Eignarhaldsfélög í meirihlutaeigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu hans verða á næstunni skráð erlendis. Baugur Group er þar á meðal. Þetta hefur Vísir eftir áreiðanlegum heimildum. Þetta er gert í ljósi laga hér á landi sem gera Jóni Ásgeiri óheimilt að sitja í stjórnum fyrirtækja í kjölfar þess að Hæstiréttur dæmdi hann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Fullnustu refsingarinnar var frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum.

Sökum þessa er Jóni Ásgeiri óheimilt að sitja í stjórnum fyrirtækja hér á landi næstu þrjú árin, en í 66. grein hlutafélagalaga segir að stjórnarmenn eða framkvæmdastjórar megi ekki hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað í tengslum við atvinnurekstur.

Reglur á borð við þessa munu vera vandfundnar í nágrannalöndum okkar og því getur Jón setið áfram í stjórnum félagana verði þau skráð erlendis.

Félögin sem um ræðir eru Baugur Group, Gaumur, Styrkur, Stoðir, 101 Capital og jafnvel fleiri.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
1,05
1
250
ORIGO
0,77
1
131
SKEL
0,32
1
46.350
ARION
0,28
4
27.978
EIM
0
1
1.010

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-1,06
1
35.125
ISB
-0,65
7
6.323
SJOVA
-0,53
3
27.749
MAREL
-0,49
1
1.712
FESTI
-0,43
1
31.185
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.