Viðskipti innlent

Baugur og fleiri fyrirtæki á leið úr landi

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson.

Eignarhaldsfélög í meirihlutaeigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu hans verða á næstunni skráð erlendis. Baugur Group er þar á meðal. Þetta hefur Vísir eftir áreiðanlegum heimildum. Þetta er gert í ljósi laga hér á landi sem gera Jóni Ásgeiri óheimilt að sitja í stjórnum fyrirtækja í kjölfar þess að Hæstiréttur dæmdi hann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Fullnustu refsingarinnar var frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum.

Sökum þessa er Jóni Ásgeiri óheimilt að sitja í stjórnum fyrirtækja hér á landi næstu þrjú árin, en í 66. grein hlutafélagalaga segir að stjórnarmenn eða framkvæmdastjórar megi ekki hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað í tengslum við atvinnurekstur.

Reglur á borð við þessa munu vera vandfundnar í nágrannalöndum okkar og því getur Jón setið áfram í stjórnum félagana verði þau skráð erlendis.

Félögin sem um ræðir eru Baugur Group, Gaumur, Styrkur, Stoðir, 101 Capital og jafnvel fleiri.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
0,78
4
241.107
HAGA
0,58
1
252
REITIR
0,33
4
31.487
ARION
0,25
3
15.919
REGINN
0,12
1
242

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-2,77
9
131.656
SKEL
-1,15
1
11.580
SYN
-0,94
4
25.388
FESTI
-0,59
1
25
VIS
-0,39
2
196
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.