Össur einn á uppleið í Kauphöllinni

Gengi bréfa í stoðtækjaframleiðandanum Össur hækkaði um 0,91 prósent í dag. Þetta er eina hækkunin dagsins. Á sama tíma féll gengi bréfa í Century Aluminumu um 3,94 prósent, í Bakkavör um 2,61 prósent, Færeyjabanka um 1,06 prósent og Marel um 0,91 prósent. Gengi bréfa í Bakkavör endaði í 4,1 krónum á hlut og hefur aldrei verið lægra. Viðskipti voru 33 talsins upp á 33,8 milljónir króna. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,11 prósent og endaði í 653 stigum.