Innlent

Níu mánaða fangelsi fyrir fíkniefna- og umferðarlagabrot

MYND/Ingólfur

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í níu mánaða fangelsi, þar af sex skilorðsbundna, fyrir nokkur fíkniefnabrot og umferðarlagabrot.

Alls var um að ræða fjögur fíkniefnabrot frá því í október í fyrra til febrúar í ár en í öll skiptin hafði hann fíkniefni í fórum sínum þegar lögregla hafði afskipti af honum. Í eitt skiptið reyndist um að ræða nærri 250 grömm af hassi og nokkurt magn af amfetamíni.

Þá var hann ákærður fyrir að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda. Maðurinn játaði brotin en hann á að baki alls 14 refsingar á árabilinu 1995-2005. Með brotunum nú rauf hann skilorð og var tekið tillit til þess. Þá var hann sviptur ökuleyfi í tvö ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×