NBA í nótt: Gríðarlega mikilvægur sigur Denver Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. mars 2008 09:53 Allen Iverson var ánægður með sigurinn í nótt. Nordic Photos / Getty Images Denver Nuggets vann góðan sigur á New Jersey, 125-114, á sama tíma og helstu keppunautar liðsins, Golden State Warriors, töpuðu fyrir Houston Rockets. Golden State er enn með forystu á Denver í baráttu liðanna um áttunda sætið í Vesturdeildinni. Golden State hefur unnið 42 og tapað 26 leikjum en Denver hefur unnið 41 leik og tapað 28. Allan Iverson var með 26 stig í leiknum, þar af 21 í seinni hálfleik. Hann gaf einnig níu stoðsendingar í leiknum. Denver náði sér vel á strik í fjórða leikhluta og náði 14-1 sprett sem var nóg til að gera út um leikinn. Vince Carter skoraði 32 stig fyrir New Jersey og Richard Jefferson var með 29 stig. New Jersey á í harðri baráttu við Atlanta um áttunda sætið í Austurdeildinni. Með sigri í nótt hefði New Jersey tekið áttunda sætið af Atlanta.Houston vann Golden State, 109-106, og er þar með komið aftur á sigurbraut eftir tvo tapleiki í röð. Houston hafði þar áður unnið 22 leiki í röð. Tracy McGrady átti góðan leik fyrir Houston og skoraði 26 stig, tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar. Bobby Jackson skoraði þriggja stiga körfu úr erfiðu færi þegar tvær mínútur voru til leiksloka og staðan jöfn. Það dugði til að fleyta Houston til sigurs í leiknum. Aðeins sjö leikmenn spiluðu fyrir Golden State í leiknum og þar af komust sex á ´blað. Baron Davis var stigahæstur með 27 stig og Monta Ellis bætti við 24 stigum.Orlando vann Philadelphia, 113-95. Rashard Lewis skoraði átján stig fyrir Orlando sem leiddi með mest 34 stiga mun í leiknum. Átta leikmenn Orlando skoruðu tíu stig eða meira í leiknum, þeirra á meðal Dwight Howard sem skoraði þrettán stig og tók tólf fráköst á aðeins 23 mínútum.Indiana vann Minnesota, 124-113, þar sem Danny Granger skoraði 32 stig í nokkrum öruggum sigri Indiana.Memphis vann New York, 120-106. Mike Miller skoraði 34 stig í leiknum, þar af 24 í fyrri hálfleik. Þetta var fyrsti sigur Memphis á útivelli í síðustu nítján útileikjum liðsins.Washington vann Miami, 103-86. Caron Butler var með 25 stig og Antawn Jamison bætti við 22 stigum og nítján fráköstum. Udonis Haslem lék ekki með Miami í nótt en hann gekkst undir aðgerð á ökkla í gær og verður frá út tímabilið af þeim sökum. Meðal annarra meiddra leikmanna Miami má nefna Dwyane Wade, Shawn Marion, Marcus Banks og Alonzo Mourning.San Antonio vann Sacramento, 102-89. Tim Duncan var með 21 stig og þrettán fráköst fyrir San Antonio en Tony Parker bætti við nítján skotum.Portland vann LA Clippers, 107-102. LaMarcus Aldridge skoraði 22 stig, tók tólf fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Brandon Roy bætti við 21 stigi og sex stoðsendingum.Lakers vann Seattle, 130-125. Kobe Bryant skoraði 23 stig fyrir Lakers en sjö leikmenn liðsins í viðbót skoruðu tíu stig eða meira í leiknum. Þetta var tíundi tapleikur Seattle í röð. Að síðustu vann Cleveland sigur á Toronto, 90-83. LeBron James skoraði 29 stig í leiknum og bætti þar með met Brad Daugherty sem stigahæsti leikmaður Cleveland í sögu félagsins. Zydrunas Ilgauskas átti góðan leik og skoraði sextán stig, tók tíu fráköst og varði þrjú skot. NBA Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Sjá meira
Denver Nuggets vann góðan sigur á New Jersey, 125-114, á sama tíma og helstu keppunautar liðsins, Golden State Warriors, töpuðu fyrir Houston Rockets. Golden State er enn með forystu á Denver í baráttu liðanna um áttunda sætið í Vesturdeildinni. Golden State hefur unnið 42 og tapað 26 leikjum en Denver hefur unnið 41 leik og tapað 28. Allan Iverson var með 26 stig í leiknum, þar af 21 í seinni hálfleik. Hann gaf einnig níu stoðsendingar í leiknum. Denver náði sér vel á strik í fjórða leikhluta og náði 14-1 sprett sem var nóg til að gera út um leikinn. Vince Carter skoraði 32 stig fyrir New Jersey og Richard Jefferson var með 29 stig. New Jersey á í harðri baráttu við Atlanta um áttunda sætið í Austurdeildinni. Með sigri í nótt hefði New Jersey tekið áttunda sætið af Atlanta.Houston vann Golden State, 109-106, og er þar með komið aftur á sigurbraut eftir tvo tapleiki í röð. Houston hafði þar áður unnið 22 leiki í röð. Tracy McGrady átti góðan leik fyrir Houston og skoraði 26 stig, tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar. Bobby Jackson skoraði þriggja stiga körfu úr erfiðu færi þegar tvær mínútur voru til leiksloka og staðan jöfn. Það dugði til að fleyta Houston til sigurs í leiknum. Aðeins sjö leikmenn spiluðu fyrir Golden State í leiknum og þar af komust sex á ´blað. Baron Davis var stigahæstur með 27 stig og Monta Ellis bætti við 24 stigum.Orlando vann Philadelphia, 113-95. Rashard Lewis skoraði átján stig fyrir Orlando sem leiddi með mest 34 stiga mun í leiknum. Átta leikmenn Orlando skoruðu tíu stig eða meira í leiknum, þeirra á meðal Dwight Howard sem skoraði þrettán stig og tók tólf fráköst á aðeins 23 mínútum.Indiana vann Minnesota, 124-113, þar sem Danny Granger skoraði 32 stig í nokkrum öruggum sigri Indiana.Memphis vann New York, 120-106. Mike Miller skoraði 34 stig í leiknum, þar af 24 í fyrri hálfleik. Þetta var fyrsti sigur Memphis á útivelli í síðustu nítján útileikjum liðsins.Washington vann Miami, 103-86. Caron Butler var með 25 stig og Antawn Jamison bætti við 22 stigum og nítján fráköstum. Udonis Haslem lék ekki með Miami í nótt en hann gekkst undir aðgerð á ökkla í gær og verður frá út tímabilið af þeim sökum. Meðal annarra meiddra leikmanna Miami má nefna Dwyane Wade, Shawn Marion, Marcus Banks og Alonzo Mourning.San Antonio vann Sacramento, 102-89. Tim Duncan var með 21 stig og þrettán fráköst fyrir San Antonio en Tony Parker bætti við nítján skotum.Portland vann LA Clippers, 107-102. LaMarcus Aldridge skoraði 22 stig, tók tólf fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Brandon Roy bætti við 21 stigi og sex stoðsendingum.Lakers vann Seattle, 130-125. Kobe Bryant skoraði 23 stig fyrir Lakers en sjö leikmenn liðsins í viðbót skoruðu tíu stig eða meira í leiknum. Þetta var tíundi tapleikur Seattle í röð. Að síðustu vann Cleveland sigur á Toronto, 90-83. LeBron James skoraði 29 stig í leiknum og bætti þar með met Brad Daugherty sem stigahæsti leikmaður Cleveland í sögu félagsins. Zydrunas Ilgauskas átti góðan leik og skoraði sextán stig, tók tíu fráköst og varði þrjú skot.
NBA Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Sjá meira