Innlent

Andstaða einhver arfur af misskilinni þjóðernispólitík

Andstaða forystu Sjálfstæðisflokksins við Evrópusambandsaðild er einhver arfur af miskilinni þjóðernispólitík. Þetta segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra en hún var gestur í Mannamáli í gærkvöldi.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var spurð að því hvers vegna forysta Sjálfstæðisflokksins væri á móti ESB-aðild þegar í ljós kæmi í hverri könnuninni á fætur annarri að æ fleiri óbreyttir sjálfstæðismenn væru hlynntir aðildar.

Ingibjörg svaraði því til að hún hefði ekki verið að greina það sérstaklega en það hefði blasað við að skiptar skoðanir væru um málið í flestum flokkum. Sjálfsagt óttist menn að þessi ákvörðun gæti haft í för með sér mjög erfiðar pólitískar umræður innan flokksins eins og ýmissa annarra flokka.

Aðspurð hvort þetta væri arfur af meintri heiftarpólitík Davíðs Oddssonar sagði Inginbjörg Sólrún að það hún teldi að það væri ekki málið. „Ég held að í raunninni sé þetta einhvers konar arfur af einhverri svolítið misskilinni þjóðernispólitík sem ég segi með skilni því ég þekki ekki meiri þjóðernissinna en Dani og Danir eru búnir að vera lengi inni í Evrópusambandinu.

Þessi þjóðernisstefna Dana birtist meðal annars í margvíslegri andúð gagnvart Íslendingum og svo eru þeir að lenda í ýmsum vandamálum gagnvart ýmsum öðrum þjóðum þannig að það að stíga skrefið inn í Evrópusambandið þarf ekki að breyta neinu um sjálfsmynd og þjóðerniskennd fólks," sagði Ingibjörg Sólrún í Mannamáli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×