Viðskipti erlent

Svissneski UBS bankinn leggur niður 5.500 störf

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Peter Kurer (t.h.) er stjórnarformaður UBS. Forstjóri bankans er til vinstri við hann. Mynd/ AFP.
Peter Kurer (t.h.) er stjórnarformaður UBS. Forstjóri bankans er til vinstri við hann. Mynd/ AFP.

Svissneski bankinn UBS hyggst leggja niður 5.500 störf á næstunni. Þar af eru um 2600 störf á fjárfestingasviði bankans. Bankinn tapaði um 11,4 milljörðum svissneskra franka á fyrsta fjórðungi ársins 2008. Þetta samsvarar um 850 milljörðum íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×