NBA í nótt: Denver lagði Boston Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. febrúar 2008 09:37 Allen Iverson sækir hér að körfunni. Nordic Photos / Getty Images Denver var fyrsta Vesturstrandarliðið til að vinna Boston í síðustu sautján slíkum leikjum síðarnefnda liðsins. Denver vann með 124 stigum gegn 118. Staðan í hálfleik var jöfn, 62-62, eftir að Denver hafði byrjað betur í leiknum. Denver hafði svo fjögurra stiga forskot þegar lokaleikhlutinn hófst og náði að halda því allt til leiksloka, þó það hafi verið naumt um miðjan leikhlutann. Carmelo Anthony skoraði 29 stig fyrir Denver og Allen Iverson 28. Kevin Garnett lék í fyrsta sinn með Boston í tæpan mánuð en hann náði sér illa á strik og skoraði aðeins fjögur stig. Hann tók þó átta fráköst á þeim 21 mínútu sem hann lék. Paul Pierce var stigahæstur hjá Boston með 24 stig og Rajon Rando var með 22 stig. Houston Rockets vann Cleveland, 93-85, þar sem Rafer Alston skoraði 22 stig og Yao Ming sextán fyrir Houston auk þess sem hann tók fjórtán fráköst. Þetta var níundi sigur Houston á útivelli í röð sem er metjöfnun hjá liðinu. LeBron James náði þrefaldri tvennu fyrir Cleveland en hann skoraði 26 stig, tók þrettán fráköst og gaf ellefu stoðsendingar.New York vann góðan sigur á Washington, 113-100, í framlengdum leik. New York setti reyndar félagsmet með því að skora 23 stig í framlengingunni en Zach Randolph var stigahæstur með 24 stig auk þess sem hann tók tíu fráköst.Orlando vann Detroit, 103-85, og batt þar með enda á tíu leikja sigurhrinu síðarnefnda liðsins. Rashard Lewis skoraði 20 stig og varamaðurinn Keith Bogans nítján.Minnesota vann óvæntan sigur á Philadelphia, 104-88. Rashad McCants skoraði 20 stig fyrir Minnesota og Al Jefferson nítján stig auk þess sem hann tók fjórtán fráköst. Þetta var fyrsti sigur Minnesota í sex leikjum.San Antonio vann sinn fyrsta heimasigur í meira en þrjár vikur er liðið vann Charlotte, 85-65. Manu Ginobili skoraði átján stig.Utah Jazz vann Golden State, 119-109, þar sem Deron Williams skoraði 29 stig og tók tólf fráköst. Utah vann þar með alla leiki sína gegn Golden State í deildakeppninni á þessu tímabili. Utah hefur unnið þrettán af síðustu fjórtán leikjum sínum en í nótt var Carlos Boozer með sextán stig og tólf fráköst, Mehmet Okur var einnig með tvöfalda tvennu er hann skoraði sextán stig og tók tíu fráköst. Andrei Kirilenko átti einnig góðan leik og skoraði átján stig.LA Lakers vann Atlanta, 122-93. Kobe Bryant og Pau Gasol skoruðu 23 stig hvor í leiknum og hvíldu svo báðir í fjórða leikhluta.Sacramento vann Portland, 105-94, og batt þar með enda á þriggja leikja taphrinu sína. Ron Artest skoraði 24 stig og Francisco Garcia bætti við 23 stigum. Að síðustu vann Seattle góðan sigur á Memphis, 108-101, þar sem Earl Watson skoraði 26 stig og Wally Szczerbiak 24 stig en hann skoraði körfuna sem gerði út um leikinn þegar hálf mínúta var til leiksloka. NBA Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
Denver var fyrsta Vesturstrandarliðið til að vinna Boston í síðustu sautján slíkum leikjum síðarnefnda liðsins. Denver vann með 124 stigum gegn 118. Staðan í hálfleik var jöfn, 62-62, eftir að Denver hafði byrjað betur í leiknum. Denver hafði svo fjögurra stiga forskot þegar lokaleikhlutinn hófst og náði að halda því allt til leiksloka, þó það hafi verið naumt um miðjan leikhlutann. Carmelo Anthony skoraði 29 stig fyrir Denver og Allen Iverson 28. Kevin Garnett lék í fyrsta sinn með Boston í tæpan mánuð en hann náði sér illa á strik og skoraði aðeins fjögur stig. Hann tók þó átta fráköst á þeim 21 mínútu sem hann lék. Paul Pierce var stigahæstur hjá Boston með 24 stig og Rajon Rando var með 22 stig. Houston Rockets vann Cleveland, 93-85, þar sem Rafer Alston skoraði 22 stig og Yao Ming sextán fyrir Houston auk þess sem hann tók fjórtán fráköst. Þetta var níundi sigur Houston á útivelli í röð sem er metjöfnun hjá liðinu. LeBron James náði þrefaldri tvennu fyrir Cleveland en hann skoraði 26 stig, tók þrettán fráköst og gaf ellefu stoðsendingar.New York vann góðan sigur á Washington, 113-100, í framlengdum leik. New York setti reyndar félagsmet með því að skora 23 stig í framlengingunni en Zach Randolph var stigahæstur með 24 stig auk þess sem hann tók tíu fráköst.Orlando vann Detroit, 103-85, og batt þar með enda á tíu leikja sigurhrinu síðarnefnda liðsins. Rashard Lewis skoraði 20 stig og varamaðurinn Keith Bogans nítján.Minnesota vann óvæntan sigur á Philadelphia, 104-88. Rashad McCants skoraði 20 stig fyrir Minnesota og Al Jefferson nítján stig auk þess sem hann tók fjórtán fráköst. Þetta var fyrsti sigur Minnesota í sex leikjum.San Antonio vann sinn fyrsta heimasigur í meira en þrjár vikur er liðið vann Charlotte, 85-65. Manu Ginobili skoraði átján stig.Utah Jazz vann Golden State, 119-109, þar sem Deron Williams skoraði 29 stig og tók tólf fráköst. Utah vann þar með alla leiki sína gegn Golden State í deildakeppninni á þessu tímabili. Utah hefur unnið þrettán af síðustu fjórtán leikjum sínum en í nótt var Carlos Boozer með sextán stig og tólf fráköst, Mehmet Okur var einnig með tvöfalda tvennu er hann skoraði sextán stig og tók tíu fráköst. Andrei Kirilenko átti einnig góðan leik og skoraði átján stig.LA Lakers vann Atlanta, 122-93. Kobe Bryant og Pau Gasol skoruðu 23 stig hvor í leiknum og hvíldu svo báðir í fjórða leikhluta.Sacramento vann Portland, 105-94, og batt þar með enda á þriggja leikja taphrinu sína. Ron Artest skoraði 24 stig og Francisco Garcia bætti við 23 stigum. Að síðustu vann Seattle góðan sigur á Memphis, 108-101, þar sem Earl Watson skoraði 26 stig og Wally Szczerbiak 24 stig en hann skoraði körfuna sem gerði út um leikinn þegar hálf mínúta var til leiksloka.
NBA Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira