Körfubolti

Ég vinn titla þegar ég er reiður

Shaquille O´Neal var formlega vígður inn í lið Phoenix Suns á blaðamannafundi í kvöld. Þar svaraði hann spurningum sem brunnið hafa á vörum margra síðan fréttist að hann ætlaði til Phoenix.

"Ég er fyrst og fremst fúll," sagði Shaquille O´Neal á blaðamannafundinum þegar hann var spurður út í viðbrögð fjölmiðla við vistaskiptunum, en flestir hallast að því að hinn tæplega 36 ára gamli O´Neal geti ekki spilað með Suns-hraðalestinni - stigahæsta liði deildarinnar.

"Þið viljið ekki gera mig fúlan, því þið vitið hvað ég geri þegar ég er fúll. Þá vinn ég meistaratitla," sagði O´Neal, sem að öðru leiti var glettinn og skemmtilegur á fundinum eins og hann á til.

"Ég er að ganga í raðir liðs sem hefur náð fínum árangri og er skipað góðum og óeigingjörnum leikmönnum eins og Steve Nash. Hlutverk mitt er að reyna að falla inn í það sem þeir eru að gera, en ég mun gera þá sem eru í kring um mig betri. Ég er kominn hingað til að koma liðinu yfir síðasta þröskuldinn og í úrslitin," sagði O´Neal, sem hefur verið langt frá sínu besta með Miami í vetur.

Hann var spurður að því í dag hvort hann væri tilbúinn að lofa því að Phoenix yrði NBA meistari í vor, en vildi ekki ganga svo langt.

"Ekki strax. Leyfið mér að taka nokkrar æfingar með strákunum og spila dálítið. Svo skal ég svara þessari spurningu," sagði tröllið.

Rústaði körfunni í Phoenix fyrir 15 árum (myndbönd)

Þess má til gamans geta að í gær voru nákvæmlega 15 ár liðin frá því að Shaquille O´Neal reif niður körfuna í Phoenix þegar hann var leikmaður Orlando, þá nýkominn inn í deildina. Framkvæmdastjóri Phoenix í dag, Steve Kerr, var þá félagi hans í Orlando liðinu.

Smelltu hér til að sjá Steve Kerr og fleiri rifja þetta eftirminnilega atvik upp og hér má sjá þessa sömu menn rifja upp þegar O´Neal reif niður körfuna í New Jersey um svipað leiti.

NBA Bloggið á Vísi

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×