NBA í nótt: Níundi sigur Utah í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. febrúar 2008 08:52 Deron Williams hefur hér góðar gætur á Chris Paul. Nordic Photos / Getty Images Utah Jazz er heitasta liðið í NBA-deildinni um þessar mundir en liðið vann sinn níunda leik í röð í NBA-deildinni í nótt. Liðið vann 22 stiga sigur á New Orleans sem um leið tapaði sínum þriðja leik í röð. Deron Williams var stigahæstur leikmanna Utah með 29 stig auk þess sem hann gaf ellefu stoðsendingar. Alls hitti hann úr ellefu af þrettán skotum sínum í leiknum. Williams hitti úr þremur þriggja stiga skotum en alls skoraði liðið úr fjórtán slíkum körfum í nótt sem er metjöfnun hjá liðinu. Kyle Korver hitti úr sex þriggja stiga skotum í leiknum. Carlos Boozer var með nítján stig og sautján fráköst fyrir Utah. Stigahæstur hjá New Orleans var Jannero Pargo með 24 stig en stórstjarnan Chris Paul náði sér ekki á strik. Hann skoraði sex stig og gaf sex stoðsendingar. Houston vann sinn áttunda sigurleik á útivelli í röð í nótt er liðið lagði Minnesota, 92-86. Tracy McGrady var með 26 stig og Yao Ming sextán. Hjá Minnesota var Al Jefferson stigahæstur með 33 stig og sextán fráköst. Dallas vann góðan útisigur á Orlando, 107-98, en síðarnefnda liðið tapaði þar með sínum fjórða leik í röð. Josh Howard skoraði 28 stig fyrir Dallas en Hedo Turkoglu náði þrefaldri tvennu hjá Orlando. Hann skoraði þrettán stig, gaf þrettán stoðsendingar og tók tólf fráköst. Miami Heat hefur tapað flestum leikjum í NBA-deildinni í vetur en í nótt kom stærsti sigur liðsins til þessa á tímabilinu. Liðið tapaði fyrir Toronto, 114-82, en Chris Bosh skoraði 24 stig fyrir Toronto og Andrea Bargnani 22 stig. Denver vann nauman sigur á Portland á útivelli, 105-103, þökk sé sigurkörfu Allen Iverson þegar tæp sekúnda var til leiksloka. Iverson skoraði 25 stig í leiknum en Carmelo Anthony var stigahæstur með 28 stig og fimmtán fráköst. Atlanta vann fimm stiga sigur á Philadelphia, 96-91. Josh Childress skoraði 21 stig og Josh Smith var með nítján stig, níu stoðsendingar og níu varin skot fyrir Atlanta sem var 20 stigum undir í fyrsta leikhluta. Phoenix vann öruggan sigur á Charlotte, 118-104, en liðið skoraði úr alls sextán þriggja stiga skotum í leiknum og þar af átti Raja Bell sjö körfur. Hann var með 24 stig í leiknum, rétt eins og Amare Stoudamire, en stigahæstur var Leandro Barbosa með 30 stig. LA Clippers vann sinn fyrsta útisigur í síðustu tíu útileikjum er liðið vann New York Knicks, 103-94. Corey Maggette var með nítján stig í leiknum en hann er nýstiginn upp úr flensu. Þetta var sjötta tap New York í röð. Að síðustu vann Chicago Bulls tíu stiga sigur á Seattle Supersonics, 118-108. NBA Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira
Utah Jazz er heitasta liðið í NBA-deildinni um þessar mundir en liðið vann sinn níunda leik í röð í NBA-deildinni í nótt. Liðið vann 22 stiga sigur á New Orleans sem um leið tapaði sínum þriðja leik í röð. Deron Williams var stigahæstur leikmanna Utah með 29 stig auk þess sem hann gaf ellefu stoðsendingar. Alls hitti hann úr ellefu af þrettán skotum sínum í leiknum. Williams hitti úr þremur þriggja stiga skotum en alls skoraði liðið úr fjórtán slíkum körfum í nótt sem er metjöfnun hjá liðinu. Kyle Korver hitti úr sex þriggja stiga skotum í leiknum. Carlos Boozer var með nítján stig og sautján fráköst fyrir Utah. Stigahæstur hjá New Orleans var Jannero Pargo með 24 stig en stórstjarnan Chris Paul náði sér ekki á strik. Hann skoraði sex stig og gaf sex stoðsendingar. Houston vann sinn áttunda sigurleik á útivelli í röð í nótt er liðið lagði Minnesota, 92-86. Tracy McGrady var með 26 stig og Yao Ming sextán. Hjá Minnesota var Al Jefferson stigahæstur með 33 stig og sextán fráköst. Dallas vann góðan útisigur á Orlando, 107-98, en síðarnefnda liðið tapaði þar með sínum fjórða leik í röð. Josh Howard skoraði 28 stig fyrir Dallas en Hedo Turkoglu náði þrefaldri tvennu hjá Orlando. Hann skoraði þrettán stig, gaf þrettán stoðsendingar og tók tólf fráköst. Miami Heat hefur tapað flestum leikjum í NBA-deildinni í vetur en í nótt kom stærsti sigur liðsins til þessa á tímabilinu. Liðið tapaði fyrir Toronto, 114-82, en Chris Bosh skoraði 24 stig fyrir Toronto og Andrea Bargnani 22 stig. Denver vann nauman sigur á Portland á útivelli, 105-103, þökk sé sigurkörfu Allen Iverson þegar tæp sekúnda var til leiksloka. Iverson skoraði 25 stig í leiknum en Carmelo Anthony var stigahæstur með 28 stig og fimmtán fráköst. Atlanta vann fimm stiga sigur á Philadelphia, 96-91. Josh Childress skoraði 21 stig og Josh Smith var með nítján stig, níu stoðsendingar og níu varin skot fyrir Atlanta sem var 20 stigum undir í fyrsta leikhluta. Phoenix vann öruggan sigur á Charlotte, 118-104, en liðið skoraði úr alls sextán þriggja stiga skotum í leiknum og þar af átti Raja Bell sjö körfur. Hann var með 24 stig í leiknum, rétt eins og Amare Stoudamire, en stigahæstur var Leandro Barbosa með 30 stig. LA Clippers vann sinn fyrsta útisigur í síðustu tíu útileikjum er liðið vann New York Knicks, 103-94. Corey Maggette var með nítján stig í leiknum en hann er nýstiginn upp úr flensu. Þetta var sjötta tap New York í röð. Að síðustu vann Chicago Bulls tíu stiga sigur á Seattle Supersonics, 118-108.
NBA Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira