Stjarnfræðileg útgjöld Shaquille O´Neal 28. janúar 2008 13:40 Shaquille O´Neal eyðir 830 þúsund krónum í mat á mánuði Nordic Photos / Getty Images Miðherjinn Shaquille O´Neal hjá Miami hefur rakað inn hærri launatekjur en nokkur annar körfuboltamaður í sögunni. Það er kannski eins gott, því mánaðarleg útgjöld hans skipta tugum milljóna. Hann greiðir til dæmis rúmlega 1700 þúsund krónur á mánuði - bara fyrir barnapíur. Nákvæmar upplýsingar um fjárhag miðherjans stóra voru teknar fyrir í fjölmiðlum fyrir nokkru í kjölfar skilnaðar hans við eiginkonuna Shaunie O´Neal. Þau skildu í september eftir fimm ára hjónaband og eiga saman fjögur börn og áttu eitt hvort áður en þau tóku saman. Síðastliðið ár hefur því verið O´Neal erfitt, því auk skilaðarins hefur hann glímt við meiðsli og liði Miami gengur ekkert í NBA deildinni þar sem það tapaði nýverið 15 leikjum í röð. Erfitt ár hjá Shaq O´Neal skorar að meðaltali 14 stig og hirðir 7,8 fráköst í leik - auðveldlega lélegasta ár hins 35 ára gamla miðherja á glæstum ferli. Hann þarf þó ekki að örvænta í peningamálunum, því árslaun hans þetta árið eru í kring um 1400 milljónir króna þegar allt er talið. Fáir ef einhverjir körfuboltamenn í sögunni hafa rakað inn jafn háar tekjur og O´Neal ef tekið er mið af launum fyrir að spila í deildinni (þ.e. fyrir utan auglýsingasamninga og önnur viðskiptaævintýri - Michael Jordan er í algjörum sérflokki þegar kemur að slíku). Oft er sagt að það sé dýrt að vera ríkur og Shaquille O´Neal er mjög gott dæmi um það. Fjárútlát hans eru ótrúleg. 1,6 milljón á mánuði í bensín Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir helstu útgjaldaliði Shaquille O´Neal sem gerðir voru opinberir í kjölfar skilnaðar hans í vetur. Þetta eru tölur sem gætu fengið sjálfa Paris Hilton til að roðna. Athugið að hér er átt við útgjöld á mánuði: Veðskuldabréf: 10,2 milljónir króna á mánuði Sumarfrí: 7,2 milljónir Gjafir: 3,9 milljónir Barnfóstrur: 1,73 milljónir Eldsneyti: 1,6 milljónir Húshjálp: 1,45 milljónir Fatnaður: 1,12 milljónir Matarkostnaður: 832,000 kr Skattur: 32 milljónir NBA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Handbolti Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Sjá meira
Miðherjinn Shaquille O´Neal hjá Miami hefur rakað inn hærri launatekjur en nokkur annar körfuboltamaður í sögunni. Það er kannski eins gott, því mánaðarleg útgjöld hans skipta tugum milljóna. Hann greiðir til dæmis rúmlega 1700 þúsund krónur á mánuði - bara fyrir barnapíur. Nákvæmar upplýsingar um fjárhag miðherjans stóra voru teknar fyrir í fjölmiðlum fyrir nokkru í kjölfar skilnaðar hans við eiginkonuna Shaunie O´Neal. Þau skildu í september eftir fimm ára hjónaband og eiga saman fjögur börn og áttu eitt hvort áður en þau tóku saman. Síðastliðið ár hefur því verið O´Neal erfitt, því auk skilaðarins hefur hann glímt við meiðsli og liði Miami gengur ekkert í NBA deildinni þar sem það tapaði nýverið 15 leikjum í röð. Erfitt ár hjá Shaq O´Neal skorar að meðaltali 14 stig og hirðir 7,8 fráköst í leik - auðveldlega lélegasta ár hins 35 ára gamla miðherja á glæstum ferli. Hann þarf þó ekki að örvænta í peningamálunum, því árslaun hans þetta árið eru í kring um 1400 milljónir króna þegar allt er talið. Fáir ef einhverjir körfuboltamenn í sögunni hafa rakað inn jafn háar tekjur og O´Neal ef tekið er mið af launum fyrir að spila í deildinni (þ.e. fyrir utan auglýsingasamninga og önnur viðskiptaævintýri - Michael Jordan er í algjörum sérflokki þegar kemur að slíku). Oft er sagt að það sé dýrt að vera ríkur og Shaquille O´Neal er mjög gott dæmi um það. Fjárútlát hans eru ótrúleg. 1,6 milljón á mánuði í bensín Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir helstu útgjaldaliði Shaquille O´Neal sem gerðir voru opinberir í kjölfar skilnaðar hans í vetur. Þetta eru tölur sem gætu fengið sjálfa Paris Hilton til að roðna. Athugið að hér er átt við útgjöld á mánuði: Veðskuldabréf: 10,2 milljónir króna á mánuði Sumarfrí: 7,2 milljónir Gjafir: 3,9 milljónir Barnfóstrur: 1,73 milljónir Eldsneyti: 1,6 milljónir Húshjálp: 1,45 milljónir Fatnaður: 1,12 milljónir Matarkostnaður: 832,000 kr Skattur: 32 milljónir
NBA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Handbolti Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Sjá meira