Á von á miklum baráttuleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. janúar 2008 12:43 Patrekur Jóhannesson er einn þriggja sérfræðinga Vísis um EM í handbolta. „Þjóðverjar leggja mikið upp úr þessum leik og þýska þjóðin á von á að sjá nýtt landslið gegn Íslandi í dag,“ sagði Patrekur Jóhannesson, einn sérfræðinga Vísis um EM í handbolta. Ísland mætir í dag Þýskalandi í fyrstu umferð milliriðlakeppninnar en leikurinn hefst klukkan 15.20. Honum verður lýst í beinni textalýsingu á Vísi. Patrekur var staddur í Þrándheimi í Noregi á meðan milliriðlakeppninni stóð en kom heim í gær. „Ég fylgdist með síðustu æfingu landsliðsins í gær og var það flott æfing. Liðið æfði aðallega sóknarleikinn og var Ólafur Stefánsson með og lék bæði hægra megin og á miðjunni. Maður sá hversu miklu Ólafur breytir fyrir liðið og kemur með ákveðinn klassa í það. “ „Það sem ég hafði helst áhyggjur af var hvort hann myndi finna eitthvað fyrir meiðslunum. En mér sýndist ekki vera svo. Ég spjallaði líka við hann og heyrði á honum að hann var alveg klár í slaginn.“ „Ég heyrði líka í nokkrum leikmönnum eftir Frakkaleikinn, Guðjóni Val, Sigfúsi, Einari og fleirum, og þeir voru allir staðráðnir í því að gera sitt allra besta. Ég á því von á liði sem mætir af heilum hug til leiks. Þetta verður baráttuleikur, það er engin spurning.“ Patrekur efast einnig að Frakkaleikurinn sitji í mönnum. „Ég ræddi við Tomas Svensson, markvörð Svía, sem sagði að sjálfir hefðu þeir ekki átt séns í Frakkana. Þeir væru bara í öðrum klassa. Persónulega var ég ekki svekktur eftir þann leik enda voru Frakkarnir bara miklu, miklu betri.“ „Það sem gerir leikinn í dag einnig spennandi er að Þjóðverjar töpuðu illa fyrir Spánverjum. Þeir leggja mikið upp úr þessum leik og segja að þýska þjóðin muni sjá nýtt og betra landslið í dag. Ég á því von á skemmtilegum leik þar sem hart verður barist og vonandi mikil harka. Það er einnig vonandi að varnarleikurinn og markvarslan hjá okkur verði góð.“ „Bæði þessi lið þurfa nauðsynlega á sigri að halda og því verður þetta ekki betra fyrir þann sem verður að horfa á.“ Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Sjá meira
„Þjóðverjar leggja mikið upp úr þessum leik og þýska þjóðin á von á að sjá nýtt landslið gegn Íslandi í dag,“ sagði Patrekur Jóhannesson, einn sérfræðinga Vísis um EM í handbolta. Ísland mætir í dag Þýskalandi í fyrstu umferð milliriðlakeppninnar en leikurinn hefst klukkan 15.20. Honum verður lýst í beinni textalýsingu á Vísi. Patrekur var staddur í Þrándheimi í Noregi á meðan milliriðlakeppninni stóð en kom heim í gær. „Ég fylgdist með síðustu æfingu landsliðsins í gær og var það flott æfing. Liðið æfði aðallega sóknarleikinn og var Ólafur Stefánsson með og lék bæði hægra megin og á miðjunni. Maður sá hversu miklu Ólafur breytir fyrir liðið og kemur með ákveðinn klassa í það. “ „Það sem ég hafði helst áhyggjur af var hvort hann myndi finna eitthvað fyrir meiðslunum. En mér sýndist ekki vera svo. Ég spjallaði líka við hann og heyrði á honum að hann var alveg klár í slaginn.“ „Ég heyrði líka í nokkrum leikmönnum eftir Frakkaleikinn, Guðjóni Val, Sigfúsi, Einari og fleirum, og þeir voru allir staðráðnir í því að gera sitt allra besta. Ég á því von á liði sem mætir af heilum hug til leiks. Þetta verður baráttuleikur, það er engin spurning.“ Patrekur efast einnig að Frakkaleikurinn sitji í mönnum. „Ég ræddi við Tomas Svensson, markvörð Svía, sem sagði að sjálfir hefðu þeir ekki átt séns í Frakkana. Þeir væru bara í öðrum klassa. Persónulega var ég ekki svekktur eftir þann leik enda voru Frakkarnir bara miklu, miklu betri.“ „Það sem gerir leikinn í dag einnig spennandi er að Þjóðverjar töpuðu illa fyrir Spánverjum. Þeir leggja mikið upp úr þessum leik og segja að þýska þjóðin muni sjá nýtt og betra landslið í dag. Ég á því von á skemmtilegum leik þar sem hart verður barist og vonandi mikil harka. Það er einnig vonandi að varnarleikurinn og markvarslan hjá okkur verði góð.“ „Bæði þessi lið þurfa nauðsynlega á sigri að halda og því verður þetta ekki betra fyrir þann sem verður að horfa á.“
Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Sjá meira