Green ver titil sinn í troðkeppninni 22. janúar 2008 02:26 Gerald Green verður að teljast sigurstranglegur í troðkeppninni í næsta mánuði Nordic Photos / Getty Images Háloftafuglinn Gerald Green ætlar að verja titil sinn í troðkeppninni í NBA sem fer fram á undan stjörnuleiknum í New Orleans um miðjan næsta mánuð. Green lék með Boston í fyrra en er nú liðsmaður Minnesota Timberwolves. Á síðasta tímabili hirti Green troðtitilinn af þáverandi meistara Nate Robinson frá New York. Green fær verðuga samkeppni á þessu ári þar sem hann mætir Jamario Moon frá Toronto, Rudy Gay frá Memphis og miðherjanum Dwight Howard frá Orlando sem einnig tók þátt í fyrra. Nýtt fyrirkomulag verður tekið upp í keppninni á þessu ári þar sem áhorfendum gefst kostur á að kjósa sinn troðkóng á heimasíðu NBA og gilda atkvæði þeirra á móti atkvæðum dómnefndarinnar í keppninni. Keppnin verður haldin laugardagskvöldið 16. febrúar í New Orleans, kvöldið fyrir sjálfan stjörnuleikinn sem er á dagskrá kvöldið eftir. Hér fyrir neðan má sjá hverjir hafa orðið troðkóngar í NBA árin sem keppnin hefur verið haldin, en Gerald Green getur með sigri í keppninni í næsta mánuði orðið aðeins þriðji maðurinn í sögu keppninnar til að verja titil sinn árið eftir. Aðeins þrír menn hafa orðið troðkóngar oftar en einu sinni. Michael Jordan vann tvö ár í röð 1987-88 líkt og Jason Richardson árin 2002-03. Harold Miner náði líka að vinna tvisvar, en það var árin 1993 og 1995. Troðkeppnin var ekki haldin árin 1998 og 1999, en var svo tekin upp aftur árið 2000 þar sem Vince Carter sigraði með yfirburðum og sýndi einhver fallegustu tilþrif sem sést hafa í keppninni. Hvað gerir Howard í ár? Dwight Howard hlaut ekki náð fyrir augum dómara í fyrraNordicPhotos/GettyImages Jason Richardson var svo í sérflokki tveimur árum síðar en eftir það hafa tilþrifin komið í takmörkuðu upplagi. Það verður gaman að sjá hvernig tröllinu Dwight Howard tekst til á þessu ári, en margir vildu meina að hann hafi ekki fengið sanngjarna dóma í fyrra fyrir troðslur sínar - þar sem hann m.a. festi límmiða efst á körfuspjaldið áður en hann tróð boltanum. Howard reyndi að fá það í gegn í fyrra að fá að hækka körfuna upp úr hefðbundinni 305 cm hæð og upp yfir fjóra metra - en það náði ekki fram að ganga. Eitthvað hefur verið pískrað um að hann muni ef til vill fá ósk sína uppfyllta á þessu ári, en menn vildu ekki leyfa hækkun á körfunni í fyrra af ótta við meiðsli leikmanna. Troðkóngar í NBA frá árinu 1984: 1984—Larry Nance, Phoenix 1985—Dominique Wilkins, Atlanta 1986—Spud Webb, Atlanta 1987—Michael Jordan, Chicago 1988—Michael Jordan, Chicago 1989—Kenny Walker, New York 1990—Dominique Wilkins, Atlanta 1991—Dee Brown, Boston 1992—Cedric Ceballos, Phoenix 1993—Harold Miner, Miami 1994—Isaiah Rider, Minnesota 1995—Harold Miner, Miami 1996—Brent Barry, L.A. Clippers 1997—Kobe Bryant, L.A. Lakers 2000—Vince Carter, Toronto 2001—Desmond Mason, Seattle 2002—Jason Richardson, Golden State 2003—Jason Richardson, Golden State 2004—Fred Jones, Indiana 2005—Josh Smith, Atlanta 2006—Nate Robinson, New York 2007—Gerald Green, Boston NBA Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Fleiri fréttir „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Sjá meira
Háloftafuglinn Gerald Green ætlar að verja titil sinn í troðkeppninni í NBA sem fer fram á undan stjörnuleiknum í New Orleans um miðjan næsta mánuð. Green lék með Boston í fyrra en er nú liðsmaður Minnesota Timberwolves. Á síðasta tímabili hirti Green troðtitilinn af þáverandi meistara Nate Robinson frá New York. Green fær verðuga samkeppni á þessu ári þar sem hann mætir Jamario Moon frá Toronto, Rudy Gay frá Memphis og miðherjanum Dwight Howard frá Orlando sem einnig tók þátt í fyrra. Nýtt fyrirkomulag verður tekið upp í keppninni á þessu ári þar sem áhorfendum gefst kostur á að kjósa sinn troðkóng á heimasíðu NBA og gilda atkvæði þeirra á móti atkvæðum dómnefndarinnar í keppninni. Keppnin verður haldin laugardagskvöldið 16. febrúar í New Orleans, kvöldið fyrir sjálfan stjörnuleikinn sem er á dagskrá kvöldið eftir. Hér fyrir neðan má sjá hverjir hafa orðið troðkóngar í NBA árin sem keppnin hefur verið haldin, en Gerald Green getur með sigri í keppninni í næsta mánuði orðið aðeins þriðji maðurinn í sögu keppninnar til að verja titil sinn árið eftir. Aðeins þrír menn hafa orðið troðkóngar oftar en einu sinni. Michael Jordan vann tvö ár í röð 1987-88 líkt og Jason Richardson árin 2002-03. Harold Miner náði líka að vinna tvisvar, en það var árin 1993 og 1995. Troðkeppnin var ekki haldin árin 1998 og 1999, en var svo tekin upp aftur árið 2000 þar sem Vince Carter sigraði með yfirburðum og sýndi einhver fallegustu tilþrif sem sést hafa í keppninni. Hvað gerir Howard í ár? Dwight Howard hlaut ekki náð fyrir augum dómara í fyrraNordicPhotos/GettyImages Jason Richardson var svo í sérflokki tveimur árum síðar en eftir það hafa tilþrifin komið í takmörkuðu upplagi. Það verður gaman að sjá hvernig tröllinu Dwight Howard tekst til á þessu ári, en margir vildu meina að hann hafi ekki fengið sanngjarna dóma í fyrra fyrir troðslur sínar - þar sem hann m.a. festi límmiða efst á körfuspjaldið áður en hann tróð boltanum. Howard reyndi að fá það í gegn í fyrra að fá að hækka körfuna upp úr hefðbundinni 305 cm hæð og upp yfir fjóra metra - en það náði ekki fram að ganga. Eitthvað hefur verið pískrað um að hann muni ef til vill fá ósk sína uppfyllta á þessu ári, en menn vildu ekki leyfa hækkun á körfunni í fyrra af ótta við meiðsli leikmanna. Troðkóngar í NBA frá árinu 1984: 1984—Larry Nance, Phoenix 1985—Dominique Wilkins, Atlanta 1986—Spud Webb, Atlanta 1987—Michael Jordan, Chicago 1988—Michael Jordan, Chicago 1989—Kenny Walker, New York 1990—Dominique Wilkins, Atlanta 1991—Dee Brown, Boston 1992—Cedric Ceballos, Phoenix 1993—Harold Miner, Miami 1994—Isaiah Rider, Minnesota 1995—Harold Miner, Miami 1996—Brent Barry, L.A. Clippers 1997—Kobe Bryant, L.A. Lakers 2000—Vince Carter, Toronto 2001—Desmond Mason, Seattle 2002—Jason Richardson, Golden State 2003—Jason Richardson, Golden State 2004—Fred Jones, Indiana 2005—Josh Smith, Atlanta 2006—Nate Robinson, New York 2007—Gerald Green, Boston
NBA Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Fleiri fréttir „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Sjá meira