NBA í nótt: 30. sigur Boston á tímabilinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2008 10:41 Jason Kidd sækir að Kevin Garnett í leik New Jersey og Boston í nótt. Nordic Photos / Getty Images Boston Celtics vann sinn 30. sigur á tímabilinu í nótt með því að bera sigurorð af New Jersey á útivelli, 86-77. Þetta er metjöfnun hjá félaginu en tímabilið 1959-1960 vann Boston 30 af fyrstu 34 leikjum sínum á tímabilnu og varð síðan NBA-meistari um vorið. Risarnir þrír hjá Boston, Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen, voru allir með í nótt og voru sem fyrr öflugir. Garnett skoraði 20 stig og tók ellefu fráköst, Pierce var með átján stig og Allen sextán. En leikurinn var engu að síður spennandi og var það ekki fyrr en þegar fjórði leikhluti var hálfnaður að Boston tók völdin í leiknum með því að skora þrettán stig í röð. Hvorki Garnett né Pierce voru þá inn á vellinum. New Jersey skoraði sitt fyrsta stig í fjórða leikhluta þegar sex mínútur voru eftir af honum og var Boston þá með sex stiga forystu. New Jersey náði ekki að brúa það bil. Jason Kidd var aðeins einni stoðsendingu frá því að ná enn einni þrefaldri tvennu en hann skoraði ellefu stig, tók þrettán fráköst og gaf níu stoðsendingar. Stigahæstur hjá New Jersey var Richard Jefferson með sautján stig en Vince Carter var með sextán. Leikur Cleveland og Charlotte var æsispennandi en tvær framlengingar þurfti til að knýja fram úrslit. Svo fór að Cleveland vann, 113-106. LeBron James bætti persónulegt met er hann tók nítján fráköst í leiknum en sem fyrr reyndist frammistaða hans skilja á milli liðanna að lokum. James skoraði átta af sínu 31 stigi í síðari framlengingunni en Cleveland vann með sjö stiga mun. James lék samtals í 49 mínútur í leiknum. Anderson Varejao bætti einnig persónulegt met er hann tók átján fráköst en hann og Larry Hughes skoruðu báðir sextán stig í leiknum. Gerald Wallace var stigahæstur hjá Charlotte með 27 stig en Nazr Mohammed bætti við 21. Jason Richardson byrjaði vel og skoraði fimmtán stig á fyrstu sjö mínútum leiksins en bætti aðeins fjórum stigum við eftir það. Charlotte var með átta stiga forystu í upphafi fjórða leikhluta en Cleveland var með þriggja stiga forystu fyrir síðustu sókn leiksins. Raymond Felton jafnaði hins vegar metin með þriggja stiga körfu þegar 0,3 sekúndur voru til leiksloka. Þá tapaði Miami sínum tíunda leik í röð í NBA-deildinni í nótt, í þetta sinn fyrir New Orleans, 114-88. Sem fyrr var Shaquille O'Neal fjarverandi vegna meiðsla en Dwyane Wade skoraði ellefu stig í leiknum. Úrslit annarra leikja í nótt: Philadelphia 76ers - Chicago Bulls 97-100 New York Knicks - Toronto Raptors 90-99 Atlanta Hawks - Washington Wizards 98-102Houston Rockets - Minnesota Timberwolves 113-82Denver Nuggets - Orlando Magic 113-103 NBA Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM Sjá meira
Boston Celtics vann sinn 30. sigur á tímabilinu í nótt með því að bera sigurorð af New Jersey á útivelli, 86-77. Þetta er metjöfnun hjá félaginu en tímabilið 1959-1960 vann Boston 30 af fyrstu 34 leikjum sínum á tímabilnu og varð síðan NBA-meistari um vorið. Risarnir þrír hjá Boston, Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen, voru allir með í nótt og voru sem fyrr öflugir. Garnett skoraði 20 stig og tók ellefu fráköst, Pierce var með átján stig og Allen sextán. En leikurinn var engu að síður spennandi og var það ekki fyrr en þegar fjórði leikhluti var hálfnaður að Boston tók völdin í leiknum með því að skora þrettán stig í röð. Hvorki Garnett né Pierce voru þá inn á vellinum. New Jersey skoraði sitt fyrsta stig í fjórða leikhluta þegar sex mínútur voru eftir af honum og var Boston þá með sex stiga forystu. New Jersey náði ekki að brúa það bil. Jason Kidd var aðeins einni stoðsendingu frá því að ná enn einni þrefaldri tvennu en hann skoraði ellefu stig, tók þrettán fráköst og gaf níu stoðsendingar. Stigahæstur hjá New Jersey var Richard Jefferson með sautján stig en Vince Carter var með sextán. Leikur Cleveland og Charlotte var æsispennandi en tvær framlengingar þurfti til að knýja fram úrslit. Svo fór að Cleveland vann, 113-106. LeBron James bætti persónulegt met er hann tók nítján fráköst í leiknum en sem fyrr reyndist frammistaða hans skilja á milli liðanna að lokum. James skoraði átta af sínu 31 stigi í síðari framlengingunni en Cleveland vann með sjö stiga mun. James lék samtals í 49 mínútur í leiknum. Anderson Varejao bætti einnig persónulegt met er hann tók átján fráköst en hann og Larry Hughes skoruðu báðir sextán stig í leiknum. Gerald Wallace var stigahæstur hjá Charlotte með 27 stig en Nazr Mohammed bætti við 21. Jason Richardson byrjaði vel og skoraði fimmtán stig á fyrstu sjö mínútum leiksins en bætti aðeins fjórum stigum við eftir það. Charlotte var með átta stiga forystu í upphafi fjórða leikhluta en Cleveland var með þriggja stiga forystu fyrir síðustu sókn leiksins. Raymond Felton jafnaði hins vegar metin með þriggja stiga körfu þegar 0,3 sekúndur voru til leiksloka. Þá tapaði Miami sínum tíunda leik í röð í NBA-deildinni í nótt, í þetta sinn fyrir New Orleans, 114-88. Sem fyrr var Shaquille O'Neal fjarverandi vegna meiðsla en Dwyane Wade skoraði ellefu stig í leiknum. Úrslit annarra leikja í nótt: Philadelphia 76ers - Chicago Bulls 97-100 New York Knicks - Toronto Raptors 90-99 Atlanta Hawks - Washington Wizards 98-102Houston Rockets - Minnesota Timberwolves 113-82Denver Nuggets - Orlando Magic 113-103
NBA Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM Sjá meira