NBA í nótt: Boston tapaði óvænt fyrir Charlotte Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. janúar 2008 09:19 Paul Pierce reynir að verjast Jason Richardson. Nordic Photos / Getty Images Ein óvæntustu úrslitin á tímabilinu litu dagsins ljós í NBA-deildinni í nótt þegar að Boston tapaði fyrir Charlotte á heimavelli, 95-83. Sigurinn var öruggur en Boston náði aldrei að minnka muninn í meira en í sjö stig á síðustu fimm mínútum leiksins. Úrslitin koma gríðarlega á óvart þar sem Boston hefur aðeins tapað einum leik á heimavelli í vetur og Charlotte hafði aðeins unnið einn af ellefu leikjum gegn Austurstrandarliðum á útivelli. En Jason Richardson sá til þess að bæta þann árangur örlítið. Hann skoraði 34 stig og tók níu fráköst í leiknum og hitti úr fjórtán af 22 skotum utan af velli. „Jason Richardson var frábær, alveg stórkostlegur í kvöld," sagði Doc Rivers, þjálfari Boston, eftir leikinn. „Þetta kemur mér ekki á óvart því við erum með frábært lið," sagði Richardson sjálfur. „Það bara endurspeglast ekki í árangri okkar í vetur." Þetta var aðeins fjórði tapleikur Boston á öllu tímabilinu en liðið hefur unnið 29 leiki. Hefði Boston unnið í nótt hefði það unnið 30 leiki á einu tímabili á mettíma. Tímabilið 1959-60 vann Boston fyrstu 30 leikina af 34 og varð svo NBA-meistari það tímabilið. Kevin Garnett var stigahæstur hjá Boston með 24 stig og átta fráköst. Paul Pierce var með þrettán stig en hitti úr aðeins fjórum skotum af fjórtán utan af velli. „Við vinnum aldrei alla leikina á tímabilinu," sagði Pierce. „Við búumst við því að andstæðingar okkar sýni sitt besta gegn okkur og þetta var einn besti leikur Charlotte á tímabilinu." Ray Allen lék ekki með Boston í nótt þar sem hann var með klemmda taug í hálsinum. Dallas vann góðan sigur á Detroit, 102-86. Þetta var annað tap Detroit í nótt en Dallas er hins vegar á góðu skriði og hefur unnið fimm leiki í röð. Dirk Nowitzki var stigahæstur hjá Dallas með 23 stig og hann tók níu fráköst þar að auki. Devin Harris kom næstur með nítján stig. Hjá Detroit var Richard Hamilton stigahæstur með átján stig en Chauncey Billups var með sextán. LA Lakers er einnig í gríðarlega góðu formi þessa dagana og vann sinn fjórða leik í röð í nótt þegar liðið vann New Orleans, 109-80. Kobe Bryant skoraði nítján stig og var með sjö stoðsendingar og sjö fráköst í leiknum. Portland vann einnig góðan sigur á Golden State, 109-91. Úrslit annarra leikja: Toronto Raptors - Philadelphia 109-96Atlanta Hawks - Cleveland Cavaliers 90-81New Jersey Nets - Seattle Supersonics 99-88 New York Knicks - Houston Rockets 92-101Milwaukee Bucks - Miami Heat 98-92Phoenix Suns - Indiana Pacers 129-122 (framlengt) LA Clippers - Orlando Magic 106-113 NBA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Sjá meira
Ein óvæntustu úrslitin á tímabilinu litu dagsins ljós í NBA-deildinni í nótt þegar að Boston tapaði fyrir Charlotte á heimavelli, 95-83. Sigurinn var öruggur en Boston náði aldrei að minnka muninn í meira en í sjö stig á síðustu fimm mínútum leiksins. Úrslitin koma gríðarlega á óvart þar sem Boston hefur aðeins tapað einum leik á heimavelli í vetur og Charlotte hafði aðeins unnið einn af ellefu leikjum gegn Austurstrandarliðum á útivelli. En Jason Richardson sá til þess að bæta þann árangur örlítið. Hann skoraði 34 stig og tók níu fráköst í leiknum og hitti úr fjórtán af 22 skotum utan af velli. „Jason Richardson var frábær, alveg stórkostlegur í kvöld," sagði Doc Rivers, þjálfari Boston, eftir leikinn. „Þetta kemur mér ekki á óvart því við erum með frábært lið," sagði Richardson sjálfur. „Það bara endurspeglast ekki í árangri okkar í vetur." Þetta var aðeins fjórði tapleikur Boston á öllu tímabilinu en liðið hefur unnið 29 leiki. Hefði Boston unnið í nótt hefði það unnið 30 leiki á einu tímabili á mettíma. Tímabilið 1959-60 vann Boston fyrstu 30 leikina af 34 og varð svo NBA-meistari það tímabilið. Kevin Garnett var stigahæstur hjá Boston með 24 stig og átta fráköst. Paul Pierce var með þrettán stig en hitti úr aðeins fjórum skotum af fjórtán utan af velli. „Við vinnum aldrei alla leikina á tímabilinu," sagði Pierce. „Við búumst við því að andstæðingar okkar sýni sitt besta gegn okkur og þetta var einn besti leikur Charlotte á tímabilinu." Ray Allen lék ekki með Boston í nótt þar sem hann var með klemmda taug í hálsinum. Dallas vann góðan sigur á Detroit, 102-86. Þetta var annað tap Detroit í nótt en Dallas er hins vegar á góðu skriði og hefur unnið fimm leiki í röð. Dirk Nowitzki var stigahæstur hjá Dallas með 23 stig og hann tók níu fráköst þar að auki. Devin Harris kom næstur með nítján stig. Hjá Detroit var Richard Hamilton stigahæstur með átján stig en Chauncey Billups var með sextán. LA Lakers er einnig í gríðarlega góðu formi þessa dagana og vann sinn fjórða leik í röð í nótt þegar liðið vann New Orleans, 109-80. Kobe Bryant skoraði nítján stig og var með sjö stoðsendingar og sjö fráköst í leiknum. Portland vann einnig góðan sigur á Golden State, 109-91. Úrslit annarra leikja: Toronto Raptors - Philadelphia 109-96Atlanta Hawks - Cleveland Cavaliers 90-81New Jersey Nets - Seattle Supersonics 99-88 New York Knicks - Houston Rockets 92-101Milwaukee Bucks - Miami Heat 98-92Phoenix Suns - Indiana Pacers 129-122 (framlengt) LA Clippers - Orlando Magic 106-113
NBA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Sjá meira