Körfubolti

Grant Hill fékk botnlangakast

Framherjinn Grant Hill getur ekki leikið með liði Phoenix næstu tvær til þrjár vikurnar eftir að hafa gengist undir botnlangauppskurð. Hill hefur verið í byrjunarliði Phoenix í fyrstu 34 leikjum tímabilsins og leikið mjög vel.

Phoenix er í efsta sæti Vesturdeildarinnar í NBA með 24 sigra og 10 töp og hefur Hill gegnt lykilhlutverki hjá liðinu síðan hann gekk í raðir þess í sumar. Hann hefur átt við erfið meiðsli að stríða síðustu ár og hafði til að mynda ekki spilað fyrstu 34 leikina á tímabili síðan árið 1999.

Hill skorar að meðaltali tæp 16 stig í leik, hirðir 4,6 fráköst og gefur 3,5 stoðsendingar. Hann er 35 ára gamall og lék áður með Detroit Pistons og Orlando Magic.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×