Körfubolti

NBA í nótt: 24 stig LeBron í fjórða leikhluta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
LeBron James var óstöðvandi í fjórða leikhluta í nótt. Hér reynir Anthony Parker að stöðva hann.
LeBron James var óstöðvandi í fjórða leikhluta í nótt. Hér reynir Anthony Parker að stöðva hann. Nordic Photos / Getty Images

LeBron James bætti félagsmet þegar hann skoraði 24 stig í fjórða leikhluta leiks Cleveland og Toronto sem fyrrnefnda liðið vann, 93-90. Alls skoraði James 39 stig í leiknum.

Cleveland var þrettán stigum undir þegar fjórði leikhluti hófst, 70-57, en þá tók James til sinna mála. Hann skoraði úr átta af tíu skottilraunum sínum utan af velli.

Chris Bosh skoraði 23 stig fyrir Toronto sem var mest með 20 stiga forskot í leiknum.

Dirk Nowitzky skoraði 30 stig og Josh Howard bætti við 22 þegar að Dallas vann útisigur á Minnesota, 101-78. Þetta var áttundi tapleikur Minnesota í röð.

Þá vann Memphis góðan heimasigur á Miami, 101-94. Þetta var sjöundi tapleikur Miami í röð en Dwyane Wade var stigahæstur í liðinu með átján stig, þrátt fyrir að hann hitti aðeins úr sjö af 20 skotum sínum utan af velli.

Pau Gasol var stigahæstur hjá Memphis með 28 stig og hann tók þrettán fráköst þar að auki.

San Antonio vann sex stiga sigur á LA Clippers, 88-82, á útivelli í nótt. Tony Parker var með 26 stig og Tim Duncan bætti við sautján og tók sautján fráköst þar að auki. Manu Ginobili lék með Spurs á nýjan leik efitr meiðsli og skoraði 23 stig.

Úrslit annarra leikja:

Washington Wizards - Seattle Supersonics 108-86

Charlotte Bobcats - Milwaukee Bucks 89-93

Denver Nuggets - Philadelphia 76ers 109-96

LA Lakers - Indiana Pacers 112-96

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×