Körfubolti

Pippen á fullu með ToPo í Finnlandi

AFP

Fyrrum NBA leikmaðurinn Scottie Pippen spilaði um helgina annan leik sinn í röð með finnska liðinu ToPo í Helsinki, en það er fyrrum lið Loga Gunnarssonar.

Pippen gerði skammtímasamning við liðið sem hefur verið á mikilli siglingu undanfarnar vikur. Hann skoraði 12 stig í fyrsta leiknum sínum í 91-83 sigri ToPo á Porvoo og skoraði svo 9 stig og hirti 9 fráköst í sigri á Honka 98-85 í gær.

"Þetta var skemmtilega reynsla og það var sérstaklega gaman að sjá fulltrúa yngri kynslóðarinnar á þessum leikjum," sagði Pippen, en koma hans til Finnlands hefur sannarlega vakið athygli.

Pippen sagðist ekki vera í sérstöku formi, enda hefur hann ekki spilað alvöru leik í um þrjú ár síðan hann lagði skóna á hilluna í NBA deildinni. Þessi sexfaldi NBA-meistari lék lengst af með liði Chicago Bulls, en stoppaði við hjá Portland og Houston áður en hann lauk ferlinum með liði Chicago.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×