Rætur kreppunnar Jeffrey Sachs skrifar 9. apríl 2008 04:00 Örvæntingarfullar tilraunir Seðlabanka Bandaríkjanna til að halda amerísku hagkerfi á floti eru stórmerkilegar fyrir að minnsta kosti tvær ástæður. Í fyrsta lagi að þar til nýlega var það viðtekin skoðun að Bandaríkin kæmust hjá kreppu. Nú blasir hún við. Í öðru lagi virðast aðgerðir Seðlabankans ekki bera árangur. Þvert á móti harðnar enn á dalnum. Fjármálakreppan í Bandaríkjunum er að miklu leyti tilkomin af völdum Seðlabankans. Höfuðábyrgð ber enginn annar en Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri, sem skildi eftirmann sinn, Ben Bernanke, eftir í bobba. En Bernanke var í ábyrgðarstöðu innan Seðlabankans í stjórnartíð Greenspan og kom heldur ekki auga á vaxandi vandamál í stefnu bankans.Upphaf vandansFjármálakreppan í dag á rætur að rekja til ársins 2001, þegar netbólan sprakk og hryðjuverkamenn létu til skarar skríða í New York. Það var þá sem Seðlabankinn skrúfaði frá peningaflæðinu til að hindra að hægði á hjólum efnahagslífsins. Fé var dælt í bandarískt hagkerfi og stýrivextir lækkaðir úr 3,5 prósentum árið 2001 niður í aðeins eitt prósent. Þessum vöxtum var haldið of lágum of lengi.Þessar aðgerðir Seðlabankans gera lántökur auðveldari og ódýrari gegnum allt hagkerfið. Þær geta einnig veikt gjaldmiðilinn og ýtt undir verðbólgu. Allt þetta gerðist í Bandaríkjunum.Athyglisvert var að nýju lántökurnar voru aðallega bundnar við fasteignir. Það á vissulega yfirleitt við að lágir stýrivextir ýta undir húsnæðiskaup, en í þetta sinn, eins og frægt er orðið, tóku viðskipta- og fjárfestingarbankar að bjóða upp á nýjar leiðir til að lána fólki með lélegt lánstraust.Seðlabankinn hafði ekki eftirlit með þessari vafasömu iðju. Svo til allir gátu fengið húsnæðislán, með lítilli eða jafnvel engri útborgun, og vaxtagreiðslum var frestað um mörg ár fram í tímann.Aukin eftirspurn leiddi til hækkana á fasteignaverði. Bankar töldu því óhætt að lána til fólks með lélegt lánstraust. Ef það lenti í vanskilum væri jú hægt að gera eignarnám í húsi sem væri orðið verðmætara en áður. Þannig hljóðaði kenningin að minnsta kosti. Auðvitað gilti hún aðeins svo lengi sem húsnæðisverð hélt áfram að hækka. Þegar hámarkinu væri náð og verðið lækkaði varð minna svigrúm fyrir lánveitingar og bankarnir þurftu að gera eignarnám í húseignum þar sem verðmæti nam ekki skuldum.Hið ótrúlega var hvernig Seðlabankinn, undir forystu Greenspans, stóð aðgerðalaus hjá meðan fasteignabólan sótti í sig veðrið og beið þess að springa. Fasteignabólan náði hámarki á árunum 2006 og 2007. Uppgjör bankanna fylltu háar upphæðir af áhættusömum húsnæðislánum, sem var pakkað í svo flóknar umbúðir að erfitt var að leggja mat á áhættuna. Bankarnir fóru að draga úr lánum og vanskil jukust. Fasteignaverð náði hámarki þegar hægðist á lánveitingum og í kjölfarið fór verðið að lækka. Fasteignabólan sprakk síðastliðið haust og bankar sem lánað höfðu mikið fé til fasteignakaupa töpuðu háum fjárhæðum og reið það sumum að fullu, til dæmis Bear Stearns.Situr við sinn keipFrá því í haust hefur Seðlabankinn verið að lækka stýrivexti í þeim tilgangi að bægja frá kreppu og aðstoða banka í slæmri stöðu. En í þetta sinn er féð ekki notað til húsbygginga heldur í vörur og erlenda gjaldmiðla. Stefna Seðlabankans kyndir nú undir verðbólgunni í stað þess að draga úr henni. Verð á olíu, matvælum og gulli hefur rokið upp í sögulegar hæðir en dollarinn hrunið í sögulegar lægðir. Evran kostar nú um 1,60 dollara en kostaði 0,90 dollara í janúar 2002. Í örvæntingarfullri tilraun til að bægja kreppunni frá heldur Seðlabankinn hins vegar áfram að dæla fé í hagkerfið og knýr þannig verðbólguna áfram.Seðlabankinn getur ekki úr þessu komið í veg fyrir hnignun í bandarísku efnahagslífi, að minnsta kosti til skamms tíma en jafnvel lengur. Óbreytt peningastefna mun ekki koma í veg fyrir hrun heldur gæti hún hrint af stað kostnaðarverðbólgu - verðbólgu og samdrætti í efnahagslífi. Seðlabankinn ætti að reyna að koma í veg fyrir lausafjárskort, halda verðbólgu í skefjum og forðast að seilast í vasa skattgreiðenda til að bjarga bönkum úr klípu sem þeir komu sér í með glæfraskap. Áhrifanna af þessum atburðum mun gæta að einhverju leyti um allan heim. Það eru hins vegar ágætar líkur á að niðursveiflan í Bandaríkjunum verði bundin við Ameríku. Skaðinn sem heimsbyggðin verður fyrir þarf að mínu mati ekki að vera mikill.Höfundur er hagfræðiprófessor og forstjóri Earth Institute við Kólumbíuháskóla í Bandaríkjunum. ©Project Syndicate, 2008. (Millifyrirsagnir eruFréttablaðsins.) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Örvæntingarfullar tilraunir Seðlabanka Bandaríkjanna til að halda amerísku hagkerfi á floti eru stórmerkilegar fyrir að minnsta kosti tvær ástæður. Í fyrsta lagi að þar til nýlega var það viðtekin skoðun að Bandaríkin kæmust hjá kreppu. Nú blasir hún við. Í öðru lagi virðast aðgerðir Seðlabankans ekki bera árangur. Þvert á móti harðnar enn á dalnum. Fjármálakreppan í Bandaríkjunum er að miklu leyti tilkomin af völdum Seðlabankans. Höfuðábyrgð ber enginn annar en Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri, sem skildi eftirmann sinn, Ben Bernanke, eftir í bobba. En Bernanke var í ábyrgðarstöðu innan Seðlabankans í stjórnartíð Greenspan og kom heldur ekki auga á vaxandi vandamál í stefnu bankans.Upphaf vandansFjármálakreppan í dag á rætur að rekja til ársins 2001, þegar netbólan sprakk og hryðjuverkamenn létu til skarar skríða í New York. Það var þá sem Seðlabankinn skrúfaði frá peningaflæðinu til að hindra að hægði á hjólum efnahagslífsins. Fé var dælt í bandarískt hagkerfi og stýrivextir lækkaðir úr 3,5 prósentum árið 2001 niður í aðeins eitt prósent. Þessum vöxtum var haldið of lágum of lengi.Þessar aðgerðir Seðlabankans gera lántökur auðveldari og ódýrari gegnum allt hagkerfið. Þær geta einnig veikt gjaldmiðilinn og ýtt undir verðbólgu. Allt þetta gerðist í Bandaríkjunum.Athyglisvert var að nýju lántökurnar voru aðallega bundnar við fasteignir. Það á vissulega yfirleitt við að lágir stýrivextir ýta undir húsnæðiskaup, en í þetta sinn, eins og frægt er orðið, tóku viðskipta- og fjárfestingarbankar að bjóða upp á nýjar leiðir til að lána fólki með lélegt lánstraust.Seðlabankinn hafði ekki eftirlit með þessari vafasömu iðju. Svo til allir gátu fengið húsnæðislán, með lítilli eða jafnvel engri útborgun, og vaxtagreiðslum var frestað um mörg ár fram í tímann.Aukin eftirspurn leiddi til hækkana á fasteignaverði. Bankar töldu því óhætt að lána til fólks með lélegt lánstraust. Ef það lenti í vanskilum væri jú hægt að gera eignarnám í húsi sem væri orðið verðmætara en áður. Þannig hljóðaði kenningin að minnsta kosti. Auðvitað gilti hún aðeins svo lengi sem húsnæðisverð hélt áfram að hækka. Þegar hámarkinu væri náð og verðið lækkaði varð minna svigrúm fyrir lánveitingar og bankarnir þurftu að gera eignarnám í húseignum þar sem verðmæti nam ekki skuldum.Hið ótrúlega var hvernig Seðlabankinn, undir forystu Greenspans, stóð aðgerðalaus hjá meðan fasteignabólan sótti í sig veðrið og beið þess að springa. Fasteignabólan náði hámarki á árunum 2006 og 2007. Uppgjör bankanna fylltu háar upphæðir af áhættusömum húsnæðislánum, sem var pakkað í svo flóknar umbúðir að erfitt var að leggja mat á áhættuna. Bankarnir fóru að draga úr lánum og vanskil jukust. Fasteignaverð náði hámarki þegar hægðist á lánveitingum og í kjölfarið fór verðið að lækka. Fasteignabólan sprakk síðastliðið haust og bankar sem lánað höfðu mikið fé til fasteignakaupa töpuðu háum fjárhæðum og reið það sumum að fullu, til dæmis Bear Stearns.Situr við sinn keipFrá því í haust hefur Seðlabankinn verið að lækka stýrivexti í þeim tilgangi að bægja frá kreppu og aðstoða banka í slæmri stöðu. En í þetta sinn er féð ekki notað til húsbygginga heldur í vörur og erlenda gjaldmiðla. Stefna Seðlabankans kyndir nú undir verðbólgunni í stað þess að draga úr henni. Verð á olíu, matvælum og gulli hefur rokið upp í sögulegar hæðir en dollarinn hrunið í sögulegar lægðir. Evran kostar nú um 1,60 dollara en kostaði 0,90 dollara í janúar 2002. Í örvæntingarfullri tilraun til að bægja kreppunni frá heldur Seðlabankinn hins vegar áfram að dæla fé í hagkerfið og knýr þannig verðbólguna áfram.Seðlabankinn getur ekki úr þessu komið í veg fyrir hnignun í bandarísku efnahagslífi, að minnsta kosti til skamms tíma en jafnvel lengur. Óbreytt peningastefna mun ekki koma í veg fyrir hrun heldur gæti hún hrint af stað kostnaðarverðbólgu - verðbólgu og samdrætti í efnahagslífi. Seðlabankinn ætti að reyna að koma í veg fyrir lausafjárskort, halda verðbólgu í skefjum og forðast að seilast í vasa skattgreiðenda til að bjarga bönkum úr klípu sem þeir komu sér í með glæfraskap. Áhrifanna af þessum atburðum mun gæta að einhverju leyti um allan heim. Það eru hins vegar ágætar líkur á að niðursveiflan í Bandaríkjunum verði bundin við Ameríku. Skaðinn sem heimsbyggðin verður fyrir þarf að mínu mati ekki að vera mikill.Höfundur er hagfræðiprófessor og forstjóri Earth Institute við Kólumbíuháskóla í Bandaríkjunum. ©Project Syndicate, 2008. (Millifyrirsagnir eruFréttablaðsins.)
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar