Segir orðróm um stjórnarslit á Íslandi vegna efnahagsástands 1. júlí 2008 22:25 Robert Wade hélt erindi um fjármálakreppuna við HÍ í júní. MYND/Valli Íslandsvinurinn Robert Wade, prófessor við London School of Economics, segir sterkan orðróm á Íslandi um stjórnarslit og segir Íslendinga nú gjalda óhófs síðustu ára. Wade ritar grein sem birtist á vef breska fjármálablaðsins Financial Times í kvöld. Þar fer hann yfir ástandið á Íslandi. Hann bendir á að frá því að undirmálslánakreppan hafi skollið á hafi íslenskt efnahagslíf verið á niðurleið. Landsframleiðsla hafi minnkað um fjögur prósent á fyrsta árfsfjórðungi í samanburði við ársfjórðunginn þar á undan og þá hafi bæði hlutabréfamarkaðurinn og gengi krónunnar fallið um þriðjung frá upphafi árs. Hann bendir á mikinn viðskiptahalla síðustu tvö ár og að skammstímaskuldir hafi verið 15 sinnum meiri en gjaldeyrisforði Seðlabankans í lok síðasta árs og tvöfalt meiri en landsframleiðslan. Þá hafi eignir bankanna verið tíu sinnum meiri en landsframleiðsla í lok síðasta árs, meðal annars vegna kaupa á fyrirtækjum í Danmörku og Bretlandi. Wade rekur þennan mikla halla til einkavæðingar bankanna um síðustu aldamót en það ferli hafi tekið fljótt af. Bönkunum hafi verið komið í hendur aðila tengdum ríkisstjórnarflokkunum á þeim tíma, Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, sem hafi haft takmarkaða reynslu í nútímabankaviðskiptum. Bankarnir hafi hagað sér eins og vogunarsjóðir í framhaldinu og stækkað með því að taka lán erlendis. Þá er bent á að frá aldamótum hafi fyrirtæki og heimili tekið lán eins og þau þurfi engar áhyggjur að hafa af morgundeginum en nú fáist hvergi lán og nú sé að vindast ofan af ástandinu. Wade, sem kom nýverið til landsins og hélt fyrirlestur við Háskóla Íslands, fullyrðir enn fremur að ríkisstjórnin sé í vandræðum og að orðrómur sé um að Samfylkingin hyggist hugsanlega slíta stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og að blásið verði til nýrra kosninga. Skoðanakannanir bendi til þess að Sjálfstæðisflokkurinn myndi gjalda dýru verði fyrir ástandið og að Samfylkingin gæti myndað nýja ríkisstjórn einum af minni flokkunum. Það gæti þýtt breytingar á efnahagslífi Íslands þar sem horft væri meira til norræna módelsins þar sem fjármálalífið stjórnaði ekki öllu og þar sem ójafnvægi í þjóðarbúskaonum yrði tekið alvarlega. Grein Wade má nálgast hér. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Íslandsvinurinn Robert Wade, prófessor við London School of Economics, segir sterkan orðróm á Íslandi um stjórnarslit og segir Íslendinga nú gjalda óhófs síðustu ára. Wade ritar grein sem birtist á vef breska fjármálablaðsins Financial Times í kvöld. Þar fer hann yfir ástandið á Íslandi. Hann bendir á að frá því að undirmálslánakreppan hafi skollið á hafi íslenskt efnahagslíf verið á niðurleið. Landsframleiðsla hafi minnkað um fjögur prósent á fyrsta árfsfjórðungi í samanburði við ársfjórðunginn þar á undan og þá hafi bæði hlutabréfamarkaðurinn og gengi krónunnar fallið um þriðjung frá upphafi árs. Hann bendir á mikinn viðskiptahalla síðustu tvö ár og að skammstímaskuldir hafi verið 15 sinnum meiri en gjaldeyrisforði Seðlabankans í lok síðasta árs og tvöfalt meiri en landsframleiðslan. Þá hafi eignir bankanna verið tíu sinnum meiri en landsframleiðsla í lok síðasta árs, meðal annars vegna kaupa á fyrirtækjum í Danmörku og Bretlandi. Wade rekur þennan mikla halla til einkavæðingar bankanna um síðustu aldamót en það ferli hafi tekið fljótt af. Bönkunum hafi verið komið í hendur aðila tengdum ríkisstjórnarflokkunum á þeim tíma, Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, sem hafi haft takmarkaða reynslu í nútímabankaviðskiptum. Bankarnir hafi hagað sér eins og vogunarsjóðir í framhaldinu og stækkað með því að taka lán erlendis. Þá er bent á að frá aldamótum hafi fyrirtæki og heimili tekið lán eins og þau þurfi engar áhyggjur að hafa af morgundeginum en nú fáist hvergi lán og nú sé að vindast ofan af ástandinu. Wade, sem kom nýverið til landsins og hélt fyrirlestur við Háskóla Íslands, fullyrðir enn fremur að ríkisstjórnin sé í vandræðum og að orðrómur sé um að Samfylkingin hyggist hugsanlega slíta stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og að blásið verði til nýrra kosninga. Skoðanakannanir bendi til þess að Sjálfstæðisflokkurinn myndi gjalda dýru verði fyrir ástandið og að Samfylkingin gæti myndað nýja ríkisstjórn einum af minni flokkunum. Það gæti þýtt breytingar á efnahagslífi Íslands þar sem horft væri meira til norræna módelsins þar sem fjármálalífið stjórnaði ekki öllu og þar sem ójafnvægi í þjóðarbúskaonum yrði tekið alvarlega. Grein Wade má nálgast hér.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira