Handbolti

Kiel valtaði yfir Wetzlar

Filip Jicha skoraði 10 mörk fyrir Kiel í dag
Filip Jicha skoraði 10 mörk fyrir Kiel í dag

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel völtuðu yfir Wetzlar á útivelli 41-28 í leik dagsins í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Kiel hafði yfir í hálfleik 21-13 og var Tékkinn Filip Jicha markahæstur með 10 mörk og Kim Andersson skoraði 8 mörk. Sven-Sören Christophersen skoraði 6 mörk fyrir Wetzlar.

Kiel er í efsta sæti deildarinnar með 23 stig úr 12 leikjum, Lemgo er í öðru með 19 stig úr 12 leikjum og Flensburg hefur 17 stig í þriðja sætinu líkt og Gummersbach, Nordhorn og Magdeburg - en á tvo leiki til góða.

Flensburg var í eldlínunni í Meistaradeildinni í dag þar sem liðið vann 32-29 sigur á ungversku meisturunum í Veszprém og hefur unnið alla leiki sína í riðlinum. Alexander Petersson lék ekki með Flensburg vegna meiðsla en liðið hefur hlotið 8 stig á toppi F-riðilsins, Veszprém hefur 6 stig, Haukar 4 stig og Zaporozhye 2 stig eftir sigurinn á Hafnfirðingum í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×