NBA í nótt: Enn tapar LeBron á afmælisdegi sínum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. desember 2008 09:48 "Til hamingju með daginn, kallinn minn." Nordic Photos / Getty Images Síðan að LeBron James gerðist atvinnumaður í körfubolta hefur hann þrívegis spilað á afmælisdegi sínum og alltaf tapað, nú síðast er Cleveland tapaði fyrir Miami, 104-95. „Þetta er sorglegt. Ég ætla að gráta," gantaðist LeBron eftir leik. Miami átti frábæran dag en LeBron var næstum búinn að bjarga deginum nánast einn síns liðs í seinni hálfleik en allt kom fyrir ekki. Dwyane Wade var með 21 stig og tólf stoðsendingar í leiknum, Mario Chalmers hitti úr sex af sjö þriggja stiga skotum sínum er hann skoraði 21 stig og gaf átta stoðsendingar. Auk þess tapaði hann ekki einum bolta í leiknum. LeBron skoraði alls 38 stig í leiknum en mestur var munurinn sextán stig í leiknum. Cleveland hefur aldrei verið svo mörgum stigum undir í einum leik í vetur. En LeBron skoraði 24 stig í síðari hálfleik og náði að minnka muninn í eitt stig þegar níu mínútur voru eftir af leiknum. En það var Miami sem reyndist eiga síðasta orðið. Miami komst á 16-3 sprett á þessum kafla sem var nóg til að tryggja liðinu á endanum sigur í leiknum. Joe Johnson og félagar í Atlanta unnu sinn sjötta leik í röð er liðið vann 110-104 sigur á Indiana. Johnson átti stórleik en hann reyndist sínu liði mikilvægur sérstaklega undir lok leiksins. Hann skoraði tólf af 27 stigum sínum í fjórða leikhluta, þar af síðustu fimm stig leiksins. „Hvað getur maður sagt? Joe hefur reynst okkur gríðarlega mikilvægur á þessu tímabili," sagði Mike Woodson, þjálfari Atlanta. „Ég myndi setja hann í sama flokk og LeBron og Kobe - hann er að spila á því stigi. Hann er að skila mikilvægum stigum í hús og lætur aðra leikmenn í kringum sig spila betur." Atlanta hefur nú unnið níu af síðustu tíu leikjum sínum en Josh Smith skoraði 24 stig fyrir liðið, Mike Bibby fimmtán og Al Horford var með tólf stig og fjórtán fráköst. Hjá Indiana var Danny Granger með 25 stig, Jarret Jack 22 og Jeff Foster var með tólf stig og tólf fráköst. New York vann Charlotte, 93-89. Wilson Chandler skoraði nítján stig í leiknum, þar af sjö á síðustu fjórum mínútum leiksins. Phoenix vann Memphis, 101-89. Leandro Barbosa skoraði 28 stig og Shaquille O'Neal 24. Þar með færðist hann upp í áttunda sæti yfir stigahæstu leikmenn NBA-deildarinnar frá upphafi. New Orleans vann Washington, 97-85. Chris Paul var með þrefalda tvennu í þriðja sinn á tímabilinu en hann skoraði fimmtán stig, gaf sextán stoðsendingar og tók tíu fráköst. Milwaukee vann San Antonio, 100-98. Michael Redd skoraði 25 stig og tók tíu fráköst en Tim Duncan klúðraði sniðskoti þegar 3,8 sekúndur voru til leiksloka. Dallas vann Minnesota, 107-100. Jason Terry skoraði 29 stig í leiknum, þar af 24 í síðari hálfleik en Dallas var á tíma 29 stigum undir í leiknum en vann engu að síður sjö stiga sigur. Portland vann Boston, 91-86. Steve Blake var með 21 stig og LaMarcus Aldridge 20 er Portland vann góðan sigur á meisturunum þrátt fyrir að vera heldur fáliðaðir. Boston hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Sacramento vann LA Clippers, 92-90. Kevin Martin var með 20 stig í sínum fyrsta leik eftir meiðslin sín en Sacramento vann þar með sinn fyrsta leik í síðustu sjö leikjum sínum. Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Sjá meira
Síðan að LeBron James gerðist atvinnumaður í körfubolta hefur hann þrívegis spilað á afmælisdegi sínum og alltaf tapað, nú síðast er Cleveland tapaði fyrir Miami, 104-95. „Þetta er sorglegt. Ég ætla að gráta," gantaðist LeBron eftir leik. Miami átti frábæran dag en LeBron var næstum búinn að bjarga deginum nánast einn síns liðs í seinni hálfleik en allt kom fyrir ekki. Dwyane Wade var með 21 stig og tólf stoðsendingar í leiknum, Mario Chalmers hitti úr sex af sjö þriggja stiga skotum sínum er hann skoraði 21 stig og gaf átta stoðsendingar. Auk þess tapaði hann ekki einum bolta í leiknum. LeBron skoraði alls 38 stig í leiknum en mestur var munurinn sextán stig í leiknum. Cleveland hefur aldrei verið svo mörgum stigum undir í einum leik í vetur. En LeBron skoraði 24 stig í síðari hálfleik og náði að minnka muninn í eitt stig þegar níu mínútur voru eftir af leiknum. En það var Miami sem reyndist eiga síðasta orðið. Miami komst á 16-3 sprett á þessum kafla sem var nóg til að tryggja liðinu á endanum sigur í leiknum. Joe Johnson og félagar í Atlanta unnu sinn sjötta leik í röð er liðið vann 110-104 sigur á Indiana. Johnson átti stórleik en hann reyndist sínu liði mikilvægur sérstaklega undir lok leiksins. Hann skoraði tólf af 27 stigum sínum í fjórða leikhluta, þar af síðustu fimm stig leiksins. „Hvað getur maður sagt? Joe hefur reynst okkur gríðarlega mikilvægur á þessu tímabili," sagði Mike Woodson, þjálfari Atlanta. „Ég myndi setja hann í sama flokk og LeBron og Kobe - hann er að spila á því stigi. Hann er að skila mikilvægum stigum í hús og lætur aðra leikmenn í kringum sig spila betur." Atlanta hefur nú unnið níu af síðustu tíu leikjum sínum en Josh Smith skoraði 24 stig fyrir liðið, Mike Bibby fimmtán og Al Horford var með tólf stig og fjórtán fráköst. Hjá Indiana var Danny Granger með 25 stig, Jarret Jack 22 og Jeff Foster var með tólf stig og tólf fráköst. New York vann Charlotte, 93-89. Wilson Chandler skoraði nítján stig í leiknum, þar af sjö á síðustu fjórum mínútum leiksins. Phoenix vann Memphis, 101-89. Leandro Barbosa skoraði 28 stig og Shaquille O'Neal 24. Þar með færðist hann upp í áttunda sæti yfir stigahæstu leikmenn NBA-deildarinnar frá upphafi. New Orleans vann Washington, 97-85. Chris Paul var með þrefalda tvennu í þriðja sinn á tímabilinu en hann skoraði fimmtán stig, gaf sextán stoðsendingar og tók tíu fráköst. Milwaukee vann San Antonio, 100-98. Michael Redd skoraði 25 stig og tók tíu fráköst en Tim Duncan klúðraði sniðskoti þegar 3,8 sekúndur voru til leiksloka. Dallas vann Minnesota, 107-100. Jason Terry skoraði 29 stig í leiknum, þar af 24 í síðari hálfleik en Dallas var á tíma 29 stigum undir í leiknum en vann engu að síður sjö stiga sigur. Portland vann Boston, 91-86. Steve Blake var með 21 stig og LaMarcus Aldridge 20 er Portland vann góðan sigur á meisturunum þrátt fyrir að vera heldur fáliðaðir. Boston hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Sacramento vann LA Clippers, 92-90. Kevin Martin var með 20 stig í sínum fyrsta leik eftir meiðslin sín en Sacramento vann þar með sinn fyrsta leik í síðustu sjö leikjum sínum. Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Sjá meira