Erlent

Neyðarsjóðurinn ekki inn í öldungardeildina á morgun

Ekki er búist við að öldungadeild Bandríkjaþings greiði atkvæði um frumvarp um stofnun neyðarsjóðs fyrir bágstödd bandarísk fjármálafyrirtæki fyrr en í fyrsta lagi á miðvikudaginn.

Þetta hefur Reutersfréttastofan eftir ónanfngreindum þingfulltrúum. Hins vegar er nú talið næsta öruggt að fulltrúadeild þingsins greiði atkvæði um frumvarpið á morgun. Í dag greindu leiðtogar repúblíkana og demókrata á þingi frá því að tekist hefði í megindráttum að semja nýtt frumvarp um sjö hundruð milljarða dala sjóð. Eftir væri að hnýta lausa enda.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×