Handbolti

Jafntefli hjá Rhein-Neckar Löwen

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson í leik með Rhein-Neckar Löwen.
Guðjón Valur Sigurðsson í leik með Rhein-Neckar Löwen. Nordic Photos / AFP

Rhein-Neckar Löwen tókst að krækja sér í eitt stig í Meistaradeild Evrópu í kvöld er liðið gerði jafntefli við RK Zagbreb í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Fyrri leik liðanna lauk einnig með jafntefli en það var Karol Bielecki sem tryggði Þjóðverjunum jafnteflið í kvöld með marki á lokasekúndum leiksins. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði tvö mörk fyrir RHL.

Bæði lið eru með átta stig eftir fimm leiki í sínum riðli og komin áfram í fjórðungsúrslit keppninnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×