Innlent

Ingibjörg ræddi við Norðmenn og Frakka um helgina um aðstoð

MYND/Pjetur

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra ræddi ítarlega við Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, og Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, í síma um helgina.

 

Fyrir liggur vilji Norðmanna til að liðsinna Íslandi vegna stöðunnar í efnahagsmálum en forsenda liðsinnis er samkomulag við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn og á hið sama við um aðrar vinaþjóðir Íslendinga. Jonas Gahr Störe en væntanlegur hingað til lands í opinbera heimsókn í byrjun nóvember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Þá ræddi Ingibjörg Sólrún við Bernard Kouchner, utanríkisráðherra Frakklands, í síma á laugardag. Fullvissaði Kouchner Ingibjörgu Sólrúnu um vináttu Frakka og samstöðu í þeirri erfiðu stöðu sem Ísland er í núna. Ráðherrarnir tveir ákváðu að hittast eins fljótt og því yrði við komið og dagskrá þeirra leyfði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×