Viðskipti innlent

Gjaldeyrislán gæti kostað ríkissjóð 10 milljarða kr. á ári

Fari svo að ríkissjóður nýti sér 500 milljarða kr. lánsheimild sína að fullu til að efla gjaldeyrisvarasjóð Seðlabanka Íslands gæti það kostað um 10 milljarða kr. á ári bara í skuldatryggingarálag.

Fjallað er um áhrif lántöku á afkomu ríkissjóðs í fylgiskjali með frumvarpinu um heimildina. Þar segir að áhrifin..."munu fyrst og fremst felast í mismun á vaxtagjöldum sem ríkissjóður greiðir af lántökunni og vaxtatekjum af endurláni til Seðlabankans eða af því fé sem aflað verð­ur með útgáfu ríkisverðbréfa á innlendum markaði."

Síðan segir að í ljósi markaðsaðstæðna má fastlega gera ráð fyrir því að vaxtagjöld af lántöku ríkissjóðs verði hærri en vaxtatekjur. Ef lántöku­heimildin yrði nýtt að fullu mundi árleg afkoma ríkissjóðs versna um 500 milljónir kr. fyrir hvert 0,1% (10 punkta) í vaxtamun.

Skuldatryggingarálag ríkissjóðs er nú í kringum 200 púnkta þannig að auðvelt er að sjá að kostnaðurinn af því muni nema 10 milljörðum miðað við að öll heimildin sé nýtt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×