Átta einstaklingar hljóta hvatningarstyrk úr Guðrúnarsjóði 12. mars 2008 19:05 Guðrúnarsjóður var stofnaður í mars árið 2005 til heiðurs Guðrúnu Halldórsdóttur,fyrrverandi forstöðukonu Námsflokka Reykjavíkur, í tilefni af sjötugsafmæli hennar og starfslokum hjá Reykjavíkurborg. Tilgangur sjóðsins er að veita styrki til verkefna, einstaklinga, hópa eða félagasamtaka á sviði jafnréttis-, fræðslu- og fjölmenningarmála en þau málefni lét Guðrún sig sérstaklega varða á langri starfsævi hjá Reykjavíkurborg. Með stofnun sjóðsins vildi Reykjavíkurborg þakka Guðrúnu mikið og óeigingjarnt hugsjónastarf í þágu borgarinnar og borgarbúa. Nú er úthlutað úr sjóðnum í þriðja sinn, í þetta skipti hljóta átta einstaklingar styrk úr sjóðnum, 75.000 krónur hver. Þeir, sem nú hljóta styrkinn, eiga það sameiginlegt að hafa allir sýnt mikinn dugnað og þrautseigju við að taka upp þráðinn að nýju í námi, þrátt fyrir ýmsar hindranir, s.s. lesblindu, heyrnarleysi, annað móðurmál en íslensku o.fl. Litið er á styrkina sem hvatningu til einstaklinganna um að halda áfram í námi og ná markmiði sínu, hvort sem það er að auka færni sína í tungumáli eða möguleika á vinnumarkaði. Þeir sem hljóta styrkinn eru: Björn ÞórissonBjörn var þátttakandi í Karlasmiðju þar til í október sl. Hann sótti Karlasmiðju mjög vel og var til fyrirmyndar bæði um mætingu og ástundun. Í Karlasmiðju fékk hann staðfestingu á námsgetu sinni og kviknaði löngun til að halda áfram í námi og afla sér starfsmenntunar. Í janúar hóf Björn nám í Iðnskólanum í ljósmyndun og mun hann eftir næsta skólaár komast á samning hjá ljósmyndara. Caren Estrera C. SigurðssonCaren vinnur á Öldrunardeild Landspítala háskólasjúkrahúss á Landakoti. Hún er gift og á 4 börn, 13 ára og yngri. Caren er frá Filippseyjum og kom til Íslands árið 1999. Caren þykir hafa staðið sig afar vel í vinnu er einstaklega jákvæð og glaðlynd. Hún hefur náð mjög góðum tökum á íslensku og hefur aðlagast íslensku samfélagi vel. Caren er á þriðju önn í félagsliðanámi hjá Mími (Félagsliði í nýju landi). Juraté LeskienéJuraté vinnur hjá hjúkrunarheimilinu Eir. Hún kom til Íslands frá Litháen árið 2001 með tveimur börnum og eiginmanni. Juraté hefur sýnt mikinn dugnað, bæði við vinnu og nám, hefur náð mjög góðum tökum á íslensku og aðlagast íslensku samfélagi vel. Hún hefur verið dugleg að nýta sér tækifæri til náms og meðal annars sótt nám í íslensku fyrir útlendinga og tók þátt í Landnemaskólanum árið 2006. Juraté er á þriðju önn í félagsliðanámi hjá Mími (Félagsliði í nýju landi). Kristín FriðriksdóttirKristín stundar nám á Leikskólabrú og útskrifast í vor. Hún starfaði á leikskólanum Klömbrum þar til sl. haust en þá réðst hún til starfa sem stuðningsfulltrúi við Hlíðaskóla. Kristín er heyrnarlaus og er því að stunda nám á öðru tungumáli en sínu eigin. Átti hún mikinn þátt í að vel tókst til með þróunarverkefni leikskólans Klambra, sem fólst í því að brúa bil milli tveggja menningarheima, heyrandi og heyrnarlausra. Kristín á skilið mikið hrós fyrir þann dugnað sem hún hefur sýnt bæði í námi og starfi. Leifur Hrafn ÁsgeirssonLeifur Hrafn hóf þátttöku í Karlasmiðju í október 2006. Hann hóf nám í Iðnskólanum í Reykjavík í janúar 2007, samhliða þátttöku í Karlasmiðju. Leifur Hrafn lýkur nú í vor bóklegu námi í pípulögnum við Iðnskólann í Hafnarfirði. Frá því í janúar hefur hann unnið við pípulagnir samhliða námi og vonast eftir að komast á námssamning á næstunni. Hann hefur mætt afar vel í skólann og náð framúrskarandi árangri í námi. Leifur hefur lagt stund á nám í pólsku til að geta betur átt samskipti við samstarfsmenn sína. Michael Dean Óðinn PollockMichael hefur stundað íslenskunám í námsverum Námsflokkanna á síðustu misserum og náð miklum árangri. Hann hefur sýnt mikla elju við að ná tökum á ritun íslenskrar tungu, sem ekki er hans móðurmál. Þar sem rithöfundarhæfileikar hans eru ótvíræðir er mikill fengur fyrir okkur að hann skuli nú hafa tileinkað sér íslenska tungu sem ritmál. Auk þess hefur Michael verið fyrirmynd annarra nemenda með áhuga sínum og jákvæðu viðhorfi til náms og ausið úr brunni margvíslegrar þekkingar sinnar í skólastofunni. Sigríður Jóna GuðmundsdóttirSigríður starfar á Leikskólanum Hamraborg þar sem hún hefur unnið í um tíu ár. Hún hefur reynst afar góður og vinsæll starfsmaður. Samhliða starfinu er Sigríður við nám á Leikskólabrú. Hún útskrifast þaðan í vor. Sigríður hefur átt við lesblindu að stríða. Hún tók þátt í námskeiðinu „Aftur í nám", sem er ætlað lesblindum, og hefur náð frábærum árangri í námu sínu á Leikskólabrú. Thuy Thi PhamThuy kom til Íslands fyrir um fjórum árum. Hún stundar nám á öðru ári í íslensku fyrir útlendinga í HÍ. Með náminu er hún í hlutastarfi hjá Hrafnistu þar sem hún þykir frábær starfskraftur. Thuy hafði lokið einu ári í hjúkrunarnámi í heimalandi sínu og hefur áhuga á að fara í framhaldandi hjúkrunarnám hér á landi. Hún á fjögurra ára gamla dóttur. Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Sjá meira
Guðrúnarsjóður var stofnaður í mars árið 2005 til heiðurs Guðrúnu Halldórsdóttur,fyrrverandi forstöðukonu Námsflokka Reykjavíkur, í tilefni af sjötugsafmæli hennar og starfslokum hjá Reykjavíkurborg. Tilgangur sjóðsins er að veita styrki til verkefna, einstaklinga, hópa eða félagasamtaka á sviði jafnréttis-, fræðslu- og fjölmenningarmála en þau málefni lét Guðrún sig sérstaklega varða á langri starfsævi hjá Reykjavíkurborg. Með stofnun sjóðsins vildi Reykjavíkurborg þakka Guðrúnu mikið og óeigingjarnt hugsjónastarf í þágu borgarinnar og borgarbúa. Nú er úthlutað úr sjóðnum í þriðja sinn, í þetta skipti hljóta átta einstaklingar styrk úr sjóðnum, 75.000 krónur hver. Þeir, sem nú hljóta styrkinn, eiga það sameiginlegt að hafa allir sýnt mikinn dugnað og þrautseigju við að taka upp þráðinn að nýju í námi, þrátt fyrir ýmsar hindranir, s.s. lesblindu, heyrnarleysi, annað móðurmál en íslensku o.fl. Litið er á styrkina sem hvatningu til einstaklinganna um að halda áfram í námi og ná markmiði sínu, hvort sem það er að auka færni sína í tungumáli eða möguleika á vinnumarkaði. Þeir sem hljóta styrkinn eru: Björn ÞórissonBjörn var þátttakandi í Karlasmiðju þar til í október sl. Hann sótti Karlasmiðju mjög vel og var til fyrirmyndar bæði um mætingu og ástundun. Í Karlasmiðju fékk hann staðfestingu á námsgetu sinni og kviknaði löngun til að halda áfram í námi og afla sér starfsmenntunar. Í janúar hóf Björn nám í Iðnskólanum í ljósmyndun og mun hann eftir næsta skólaár komast á samning hjá ljósmyndara. Caren Estrera C. SigurðssonCaren vinnur á Öldrunardeild Landspítala háskólasjúkrahúss á Landakoti. Hún er gift og á 4 börn, 13 ára og yngri. Caren er frá Filippseyjum og kom til Íslands árið 1999. Caren þykir hafa staðið sig afar vel í vinnu er einstaklega jákvæð og glaðlynd. Hún hefur náð mjög góðum tökum á íslensku og hefur aðlagast íslensku samfélagi vel. Caren er á þriðju önn í félagsliðanámi hjá Mími (Félagsliði í nýju landi). Juraté LeskienéJuraté vinnur hjá hjúkrunarheimilinu Eir. Hún kom til Íslands frá Litháen árið 2001 með tveimur börnum og eiginmanni. Juraté hefur sýnt mikinn dugnað, bæði við vinnu og nám, hefur náð mjög góðum tökum á íslensku og aðlagast íslensku samfélagi vel. Hún hefur verið dugleg að nýta sér tækifæri til náms og meðal annars sótt nám í íslensku fyrir útlendinga og tók þátt í Landnemaskólanum árið 2006. Juraté er á þriðju önn í félagsliðanámi hjá Mími (Félagsliði í nýju landi). Kristín FriðriksdóttirKristín stundar nám á Leikskólabrú og útskrifast í vor. Hún starfaði á leikskólanum Klömbrum þar til sl. haust en þá réðst hún til starfa sem stuðningsfulltrúi við Hlíðaskóla. Kristín er heyrnarlaus og er því að stunda nám á öðru tungumáli en sínu eigin. Átti hún mikinn þátt í að vel tókst til með þróunarverkefni leikskólans Klambra, sem fólst í því að brúa bil milli tveggja menningarheima, heyrandi og heyrnarlausra. Kristín á skilið mikið hrós fyrir þann dugnað sem hún hefur sýnt bæði í námi og starfi. Leifur Hrafn ÁsgeirssonLeifur Hrafn hóf þátttöku í Karlasmiðju í október 2006. Hann hóf nám í Iðnskólanum í Reykjavík í janúar 2007, samhliða þátttöku í Karlasmiðju. Leifur Hrafn lýkur nú í vor bóklegu námi í pípulögnum við Iðnskólann í Hafnarfirði. Frá því í janúar hefur hann unnið við pípulagnir samhliða námi og vonast eftir að komast á námssamning á næstunni. Hann hefur mætt afar vel í skólann og náð framúrskarandi árangri í námi. Leifur hefur lagt stund á nám í pólsku til að geta betur átt samskipti við samstarfsmenn sína. Michael Dean Óðinn PollockMichael hefur stundað íslenskunám í námsverum Námsflokkanna á síðustu misserum og náð miklum árangri. Hann hefur sýnt mikla elju við að ná tökum á ritun íslenskrar tungu, sem ekki er hans móðurmál. Þar sem rithöfundarhæfileikar hans eru ótvíræðir er mikill fengur fyrir okkur að hann skuli nú hafa tileinkað sér íslenska tungu sem ritmál. Auk þess hefur Michael verið fyrirmynd annarra nemenda með áhuga sínum og jákvæðu viðhorfi til náms og ausið úr brunni margvíslegrar þekkingar sinnar í skólastofunni. Sigríður Jóna GuðmundsdóttirSigríður starfar á Leikskólanum Hamraborg þar sem hún hefur unnið í um tíu ár. Hún hefur reynst afar góður og vinsæll starfsmaður. Samhliða starfinu er Sigríður við nám á Leikskólabrú. Hún útskrifast þaðan í vor. Sigríður hefur átt við lesblindu að stríða. Hún tók þátt í námskeiðinu „Aftur í nám", sem er ætlað lesblindum, og hefur náð frábærum árangri í námu sínu á Leikskólabrú. Thuy Thi PhamThuy kom til Íslands fyrir um fjórum árum. Hún stundar nám á öðru ári í íslensku fyrir útlendinga í HÍ. Með náminu er hún í hlutastarfi hjá Hrafnistu þar sem hún þykir frábær starfskraftur. Thuy hafði lokið einu ári í hjúkrunarnámi í heimalandi sínu og hefur áhuga á að fara í framhaldandi hjúkrunarnám hér á landi. Hún á fjögurra ára gamla dóttur.
Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Sjá meira