Handbolti

Haukar færðu Stjörnunni fyrsta tapið

Ramune Pekarskyte skoraði átta mörk fyrir Hauka í dag
Ramune Pekarskyte skoraði átta mörk fyrir Hauka í dag

Góður síðari hálfleikur tryggði Haukastúlkum 27-23 útisigur á Stjörnunni í Mýrinni í dag í uppgjöri toppliðanna í N1 deild kvenna.

Gestirnir höfðu eins marks forystu í hálfleik en bættu við í þeim síðari og unnu að lokum fjögurra marka sigur. Hanna Stefánsdóttir skoraði tíu mörk fyrir Hauka og Ramune Pekarskyte átta, en Alina Petrache skoraði átta fyrir heimamenn.

Stjörnukonur höfðu unnið alla sjö leiki sína í deildinni fyrir leikinn í dag, en Haukakonur hafa nú unnið sjö leiki í röð eftir að liðið tapaði 26-29 fyrir Stjörnunni á Ásvöllum í 1. umferð.

Í hinum leiknum sem hófst klukkan 13 í dag vann Fram stórsigur á HK 44-35.

Haukar og Stjarnan eru nú efst og jöfn á toppnum með 14 stig og hafa unnið sjö af átta leikjum sínum í deildinni.

Valur er í þriðja sæti með 12 stig eftir 29-20 sigur á Fylki í dag. Dagný Skúladóttir, Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir og Ágústa Edda Björnsdóttir skoruðu 4 mörk hver fyrir Val en Nataly Valencia skoraði 5 fyrir Fylki og Sunna María Einarsdóttir 4.

Þá vann FH nauman sigur á Gróttu 27-26 í jöfnum leik. Hafdís Hinriksdóttir skoraði 6 mörk fyrir FH en Laufey Guðmundsdóttir skoraði 9 mörk fyrir Gróttu og Karólína Bæhrenz 7.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×