Leyniskýrslur um Drekasvæðið afhjúpaðar 27. nóvember 2008 18:30 Orkustofnun tilkynnti í dag að leynd hefði verði aflétt af nærri tuttugu ára gömlum rannsóknarskýrslum sem sýndu fram á olíu og gas á Drekasvæðinu. Leynd var höfð yfir skýrslunum að ósk norskra stjórnvalda en einnig vegna þess að þær voru taldar verðmæt söluvara til olíufélaga. Skýrslurnar tvær voru gerðar árið 1989 og hafa þar til nú verið varðveittar sem trúnaðarmál, bæði í íslenska og norska stjórnkerfinu en þær fjalla um mögulegar auðlindir í íslenskri og norskri lögsögu á Drekasvæðinu. Skýrslurnar geyma rannsóknarniðurstöður og sýna fram á verulegar líkur á olíu og gasi á Jan Mayen hryggnum. Að sögn Kristins Einarssonar, verkefnisstjóra olíuleitar hjá Orkustofnun, var það að ósk Norðmanna sem trúnaður var hafður um innihald skýrslanna en þeir töldu málið viðkvæmt í Noregi. Þá töldu menn einnig að skýrslurnar væru verðmæt söluvara til olíufélaga. Þá virðist það einnig hafa spilað inn í ákvörðun um leynd að á sínum tíma var vegna dýpis talið torvelt að vinna olíu á Drekasvæðinu. Vegna fyrirhugaðs útboðs á rétti til olíuleitar og vinnslu á svæðinu hefur nú hins vegar verið ákveðið að væntanlegir bjóðendur fái að nýta sér innihald skýrslanna og hafa þær verið birtar á enska hluta heimasíðu Orkustofnunar. Jafnframt var í dag tilkynnt sú ákvörðun að aðeins verði boðin út fimm leyfi í þessu fyrsta útboði og verði hvert leyfi takmarkað við 800 ferkílómetra svæði. Útboðið stendur frá miðjum janúar til 15. maí á næsta ári. Við úthlutun leyfa verður tekið mið af því hversu viljug olíufyrirtækin verða til að styrkja nýjan rannsókna- og menntunarsjóð olíuleitar á íslenska landgrunninu. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Orkustofnun tilkynnti í dag að leynd hefði verði aflétt af nærri tuttugu ára gömlum rannsóknarskýrslum sem sýndu fram á olíu og gas á Drekasvæðinu. Leynd var höfð yfir skýrslunum að ósk norskra stjórnvalda en einnig vegna þess að þær voru taldar verðmæt söluvara til olíufélaga. Skýrslurnar tvær voru gerðar árið 1989 og hafa þar til nú verið varðveittar sem trúnaðarmál, bæði í íslenska og norska stjórnkerfinu en þær fjalla um mögulegar auðlindir í íslenskri og norskri lögsögu á Drekasvæðinu. Skýrslurnar geyma rannsóknarniðurstöður og sýna fram á verulegar líkur á olíu og gasi á Jan Mayen hryggnum. Að sögn Kristins Einarssonar, verkefnisstjóra olíuleitar hjá Orkustofnun, var það að ósk Norðmanna sem trúnaður var hafður um innihald skýrslanna en þeir töldu málið viðkvæmt í Noregi. Þá töldu menn einnig að skýrslurnar væru verðmæt söluvara til olíufélaga. Þá virðist það einnig hafa spilað inn í ákvörðun um leynd að á sínum tíma var vegna dýpis talið torvelt að vinna olíu á Drekasvæðinu. Vegna fyrirhugaðs útboðs á rétti til olíuleitar og vinnslu á svæðinu hefur nú hins vegar verið ákveðið að væntanlegir bjóðendur fái að nýta sér innihald skýrslanna og hafa þær verið birtar á enska hluta heimasíðu Orkustofnunar. Jafnframt var í dag tilkynnt sú ákvörðun að aðeins verði boðin út fimm leyfi í þessu fyrsta útboði og verði hvert leyfi takmarkað við 800 ferkílómetra svæði. Útboðið stendur frá miðjum janúar til 15. maí á næsta ári. Við úthlutun leyfa verður tekið mið af því hversu viljug olíufyrirtækin verða til að styrkja nýjan rannsókna- og menntunarsjóð olíuleitar á íslenska landgrunninu.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira