
Körfubolti
Skiles tekur við Bucks

Scott Skiles, fyrrum þjálfari Chicago Bulls, hefur gert fjögurra ára samning við Milwaukee Bucks í NBA deildinni. Mikil uppstokkun hefur verið í herbúðum liðsins undanfarið og nýr framkvæmdastjóri lét það vera sitt fyrsta verk að reka þjálfarann og ráða nýjan í staðinn.