Varaði við ástandinu fyrir tveimur árum síðan Steinþór Helgi Arnsteinsson skrifar 19. júní 2008 18:59 Dr. Herdís Þorgeirsdóttir, prófessor. Í tilefni kvenréttindadagsins ræddi Vísir við Dr. Herdísi Þorgeirsdóttur, prófessor við Háskólann á Bifröst, um stöðu kvenna í stjórnum fyrirtækja. Hún segir að sú staða sem er uppi núna þar sem ungir karlmenn eru helst í framvarðasveitinni sé ekki góð og að Tengslanets-ráðstefnan Völd til kvenna hafi varað við ástandinu árið 2006.Markmenn eiga ekki einir að stjórna leikskipulaginu „Það þarf meiri breidd í forystuhópinn. Rödd kvenna þarf að heyrast, vegna hæfileika þeirra, getu og reynslu, sem er því miður ekki verið að nýta í ákvarðanatöku í efstu lögum," segir Herdís. Fyrir stuttu sendi Rannsóknarsetur vinnuréttar við Háskólann á Bifröst frá sér skýrslu þar sem meðal annars kom fram að konur eru eingöngu tíu prósent allra stjórnarmanna hjá þeim ellefu fyrirtækjum sem mynda aðallista Kauphallarinnar eða eingöngu sex talsins. Herdís líkir þessari staðreynd við það að ef eingöngu markmenn frá Suður-Evrópu myndu stjórna öllu leikskipulagi í knattspyrnu.Karlmenn hampa hverjir öðrumHerdís segir að þrátt fyrir að hæfar konur sé að finna alls staðar innan fyrirtækjanna reynist það þrautin þyngri fyrir þær að komast í stjórnunarstöður. Herdís segir að almennt hampi karlmenn hverjir öðrum og geti í sumum tilvikum hvorki horft á konur né talað við þær nema eingöngu sem kynverur. „Það er brýn nauðsyn að opna augu fólks og knýja fram hugarfarsbreytingu til að auka jafnfrétti, hvort sem er innan fjölskyldna eða fyrirtækja."Ekki ástæða til að óttast lagasetningu Herdís bendir á að konur séu að verða menntaðri en karlmenn og þær hafi ekki minni reynslu og því mikilvægt að þeim sé hleypt inn í stjórnir fyrirtækja. Hún telur að hið slæma efnahagsástand sem nú ríki gæti kallað fram hugarfarsbreytingu. Herdís nefnir einnig að lög um jöfnun kynjahlutfalla í stjórnum fyrirtækja gætu verið nauðsynleg og sér ekki hvern þau ættu að skaða.Tengslanets-ráðstefnan varaði við þróuninni Á Tengslanets-ráðstefnunni Völd til kvenna árið 2006, sem Herdís var í forsvari fyrir, sendi ráðstefnan frá sér ályktun um nauðsyn kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja. Þar var varað við því að rýr hlutur kvenna í stjórnum fyrirtækja vegi ekki aðeins að jafnrétti kynjanna heldur væri slíkt ástand hættulegt íslensku efnhags- og atvinnulífi sem og samfélaginu öllu. „Þegar við sendum frá okkur þessa ályktun urðu margir hneysklaðir en mér sýnist að hún hafi verið orð í tíma töluð. Ég er sannfærð um að jafnrétti á öllum sviðum samfélagsins er forsenda velferðar.“ Meginatriðið að mati Herdísar er að lagasetning um kynjakvóta gæti flýtt þeirri þróun sem er forsenda efnahagslegra framfara, það er að bæði kynin komi að stjórnun og mótun samfélagsins. „Þar sem er jafnfrétti, þar er friður og farsæld," og eru það viðeigandi orð á kvenréttindeginum sem haldinn er hátíðlegur í dag, 19. júní. Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Í tilefni kvenréttindadagsins ræddi Vísir við Dr. Herdísi Þorgeirsdóttur, prófessor við Háskólann á Bifröst, um stöðu kvenna í stjórnum fyrirtækja. Hún segir að sú staða sem er uppi núna þar sem ungir karlmenn eru helst í framvarðasveitinni sé ekki góð og að Tengslanets-ráðstefnan Völd til kvenna hafi varað við ástandinu árið 2006.Markmenn eiga ekki einir að stjórna leikskipulaginu „Það þarf meiri breidd í forystuhópinn. Rödd kvenna þarf að heyrast, vegna hæfileika þeirra, getu og reynslu, sem er því miður ekki verið að nýta í ákvarðanatöku í efstu lögum," segir Herdís. Fyrir stuttu sendi Rannsóknarsetur vinnuréttar við Háskólann á Bifröst frá sér skýrslu þar sem meðal annars kom fram að konur eru eingöngu tíu prósent allra stjórnarmanna hjá þeim ellefu fyrirtækjum sem mynda aðallista Kauphallarinnar eða eingöngu sex talsins. Herdís líkir þessari staðreynd við það að ef eingöngu markmenn frá Suður-Evrópu myndu stjórna öllu leikskipulagi í knattspyrnu.Karlmenn hampa hverjir öðrumHerdís segir að þrátt fyrir að hæfar konur sé að finna alls staðar innan fyrirtækjanna reynist það þrautin þyngri fyrir þær að komast í stjórnunarstöður. Herdís segir að almennt hampi karlmenn hverjir öðrum og geti í sumum tilvikum hvorki horft á konur né talað við þær nema eingöngu sem kynverur. „Það er brýn nauðsyn að opna augu fólks og knýja fram hugarfarsbreytingu til að auka jafnfrétti, hvort sem er innan fjölskyldna eða fyrirtækja."Ekki ástæða til að óttast lagasetningu Herdís bendir á að konur séu að verða menntaðri en karlmenn og þær hafi ekki minni reynslu og því mikilvægt að þeim sé hleypt inn í stjórnir fyrirtækja. Hún telur að hið slæma efnahagsástand sem nú ríki gæti kallað fram hugarfarsbreytingu. Herdís nefnir einnig að lög um jöfnun kynjahlutfalla í stjórnum fyrirtækja gætu verið nauðsynleg og sér ekki hvern þau ættu að skaða.Tengslanets-ráðstefnan varaði við þróuninni Á Tengslanets-ráðstefnunni Völd til kvenna árið 2006, sem Herdís var í forsvari fyrir, sendi ráðstefnan frá sér ályktun um nauðsyn kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja. Þar var varað við því að rýr hlutur kvenna í stjórnum fyrirtækja vegi ekki aðeins að jafnrétti kynjanna heldur væri slíkt ástand hættulegt íslensku efnhags- og atvinnulífi sem og samfélaginu öllu. „Þegar við sendum frá okkur þessa ályktun urðu margir hneysklaðir en mér sýnist að hún hafi verið orð í tíma töluð. Ég er sannfærð um að jafnrétti á öllum sviðum samfélagsins er forsenda velferðar.“ Meginatriðið að mati Herdísar er að lagasetning um kynjakvóta gæti flýtt þeirri þróun sem er forsenda efnahagslegra framfara, það er að bæði kynin komi að stjórnun og mótun samfélagsins. „Þar sem er jafnfrétti, þar er friður og farsæld," og eru það viðeigandi orð á kvenréttindeginum sem haldinn er hátíðlegur í dag, 19. júní.
Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira