Stjórn 365 hf. vill afskrá félagið úr kauphöllinni 18. júní 2008 10:00 Stjórn 365 hf. hefur samþykkt að boða til hluthafafundar þann 1. júlí næstkomandi og leggja fyrir hluthafa félagsins tillögu um skráningu félagsins úr kauphöllinni á Íslandi. 365 rekur meðal annars vefmiðilinn Vísir.is Að fengnu samþykki hluthafafundar mun 365 hf. gera þeim hluthöfum sem þess óska tilboð um að kaupa hluti þeirra í 365 hf. Yfir 85% hluthafa hafa skuldbundið sig til að taka þátt í afskráningu með því að afsala sér rétti til tilboðsins og verða því áfram hluthafar í 365 hf. Að fengnu samþykki hluthafafundar þann 1. júlí mun öllum hluthöfum standa til boða að halda hlutum sínum í 365 hf. sem verður óskráð félag. Þeim hluthöfum sem þess óska verður boðið að selja hluti sína í 365 hf. og verður kaupverð hluta í tilboði til hluthafa 1.2 á hlut, sem er meðalgengi 30 daga til og með 16. júní, þegar ákvörðun stjórnar var tekin. Ari Edwald, forstjóri 365 hf. Segir í tilkynningu um málið að þessi niðurstaða endurspegli að stjórn félagsins telur það ekki þjóna hagsmunum félagsins og hluthafa þess, eins og aðstæður hafa þróast á markaði, að vera skráð í kauphöll. „Á undanförnum misserum hefur tekist vel að bæta rekstur félagsins, sem byggir nú á færri einingum með sterka stöðu. Hins vegar eru blikur á lofti í rekstrarumhverfi fjölmiðlafyrirtækja eins og víðast í íslensku atvinnulífi, sem kann að gera skráningu óhentugri áfram. Tekjur af auglýsingum munu dragast saman, en þær eru helsta tekjulind fjölmiðla. Jafnframt er ljóst að niðurgreiðsla af skattfé til eins samkeppnisaðilans á auglýsingamarkaðnum, sem nemur meira en fjórðungi heildar auglýsingatekna allra dagblaða, útvarps- og sjónvarpsstöðva á Íslandi, felur í sér beina atlögu að rekstrargrundvelli allra einkarekinna fjölmiðlafyrirtækja í landinu. Það eru alvarleg tíðindi fyrir öll þessi fyrirtæki að Samkeppniseftirlitið telur sig ekki hafa stöðu til að afstýra þessari samkeppnislegu mismunun. Má reikna með að fjölmiðlafyrirtæki verði undir mikilli pressu á næstu mánuðum, að leita allra leiða til að hagræða í rekstri sínum.," segir Ari. Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Stjórn 365 hf. hefur samþykkt að boða til hluthafafundar þann 1. júlí næstkomandi og leggja fyrir hluthafa félagsins tillögu um skráningu félagsins úr kauphöllinni á Íslandi. 365 rekur meðal annars vefmiðilinn Vísir.is Að fengnu samþykki hluthafafundar mun 365 hf. gera þeim hluthöfum sem þess óska tilboð um að kaupa hluti þeirra í 365 hf. Yfir 85% hluthafa hafa skuldbundið sig til að taka þátt í afskráningu með því að afsala sér rétti til tilboðsins og verða því áfram hluthafar í 365 hf. Að fengnu samþykki hluthafafundar þann 1. júlí mun öllum hluthöfum standa til boða að halda hlutum sínum í 365 hf. sem verður óskráð félag. Þeim hluthöfum sem þess óska verður boðið að selja hluti sína í 365 hf. og verður kaupverð hluta í tilboði til hluthafa 1.2 á hlut, sem er meðalgengi 30 daga til og með 16. júní, þegar ákvörðun stjórnar var tekin. Ari Edwald, forstjóri 365 hf. Segir í tilkynningu um málið að þessi niðurstaða endurspegli að stjórn félagsins telur það ekki þjóna hagsmunum félagsins og hluthafa þess, eins og aðstæður hafa þróast á markaði, að vera skráð í kauphöll. „Á undanförnum misserum hefur tekist vel að bæta rekstur félagsins, sem byggir nú á færri einingum með sterka stöðu. Hins vegar eru blikur á lofti í rekstrarumhverfi fjölmiðlafyrirtækja eins og víðast í íslensku atvinnulífi, sem kann að gera skráningu óhentugri áfram. Tekjur af auglýsingum munu dragast saman, en þær eru helsta tekjulind fjölmiðla. Jafnframt er ljóst að niðurgreiðsla af skattfé til eins samkeppnisaðilans á auglýsingamarkaðnum, sem nemur meira en fjórðungi heildar auglýsingatekna allra dagblaða, útvarps- og sjónvarpsstöðva á Íslandi, felur í sér beina atlögu að rekstrargrundvelli allra einkarekinna fjölmiðlafyrirtækja í landinu. Það eru alvarleg tíðindi fyrir öll þessi fyrirtæki að Samkeppniseftirlitið telur sig ekki hafa stöðu til að afstýra þessari samkeppnislegu mismunun. Má reikna með að fjölmiðlafyrirtæki verði undir mikilli pressu á næstu mánuðum, að leita allra leiða til að hagræða í rekstri sínum.," segir Ari.
Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira