Google blandar sér í símaslaginn Atli Steinn Guðmundsson skrifar 31. október 2008 07:19 MYND/Getty Images Nýr sími sem notar alfarið hugbúnað frá leitarvélarisanum Google er kominn á markað í Bretlandi og er settur til höfuðs flaggskipunum iPhone og Blackberry. Þeir hjá Google eru ekki þekktir fyrir að tefla fram flóknum vörumerkjum enda ber nýi síminn þess skýr merki. Hann heitir einfaldlega G1 og var afhjúpaður í New York fyrir mánuði. Nú er sala á honum hafin í Bretlandi þar sem fyrirtækið T-Mobile annast dreifinguna. Það er Android-hugbúnaðurinn frá Google sem knýr nýja símann enda er hann kynntur sem sími og lófatölva í einu og sama tækinu. Þar liggur einmitt kjarninn í samkeppninni við Apple sem hefur sett sér það markmið að þróa tæki þar sem skilin milli síma og netvafra hverfa nánast alveg. Ýmis þekkt Google-þjónusta verður aðgengileg gegnum G1-símann og má þar nefna leiðarlýsingarþjónustuna Google Maps og Google Talk sem er skyndiskilaboðaþjónusta ekki ósvipuð MSN frá Microsoft. Öllum herlegheitunum fylgir svo fullkomin stafræn myndavél því ekki telst það merkilegur sími núorðið sem tekur ekki myndir. Tækni Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Nýr sími sem notar alfarið hugbúnað frá leitarvélarisanum Google er kominn á markað í Bretlandi og er settur til höfuðs flaggskipunum iPhone og Blackberry. Þeir hjá Google eru ekki þekktir fyrir að tefla fram flóknum vörumerkjum enda ber nýi síminn þess skýr merki. Hann heitir einfaldlega G1 og var afhjúpaður í New York fyrir mánuði. Nú er sala á honum hafin í Bretlandi þar sem fyrirtækið T-Mobile annast dreifinguna. Það er Android-hugbúnaðurinn frá Google sem knýr nýja símann enda er hann kynntur sem sími og lófatölva í einu og sama tækinu. Þar liggur einmitt kjarninn í samkeppninni við Apple sem hefur sett sér það markmið að þróa tæki þar sem skilin milli síma og netvafra hverfa nánast alveg. Ýmis þekkt Google-þjónusta verður aðgengileg gegnum G1-símann og má þar nefna leiðarlýsingarþjónustuna Google Maps og Google Talk sem er skyndiskilaboðaþjónusta ekki ósvipuð MSN frá Microsoft. Öllum herlegheitunum fylgir svo fullkomin stafræn myndavél því ekki telst það merkilegur sími núorðið sem tekur ekki myndir.
Tækni Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira