Bakkavör hækkar mest í byrjun dags

Bakkavör hefur hækkað um 3,16 prósent í dag og er það mesta hækkun dagsins. Gengið stendur í 4,9 krónum á hlut sem er um tíu aurum undir útboðsgengi bréfa í félaginu fyrir átta árum. Þá hefur Marel hækkað um tæp tvö prósent og bréf Eimskipafélagsins um 0,75 prósent. Gengi bréfa í Össuri er það eina sem hefur lækkað það sem af er dags. Viðskipti á hlutabréfamarkaði í dag eru ellefu talsins upp á 23,6 milljónir króna. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,29 prósent og stendur hún í 640 stigum.