Viðskipti innlent

Gengur sáttur frá Innova

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Engilbert Runólfsson athafnamaður sést hér lengst til hægri.
Engilbert Runólfsson athafnamaður sést hér lengst til hægri.

Engilbert Runólfsson, forstjóri Innova og jafnframt eigandi þess, hefur selt fyrirtækið. Gengið hefur verið frá samningum þess efnis. Innova er móðurfélag byggingafélaganna JB Byggingafélag og Ris sem eru með stærri byggingafélögum hér á landi. Það eru starfsmenn fyrirtækjanna sem standa að kaupunum.

Rúmt ár er síðan að Engilbert keypti byggingarfélögin. Kaupverð Ris var rúmlega tveir milljarðar og JB fjórir milljarðar.

Aðspurður segir Engilbert að hann hafi ekki selt Innova vegna erfiðra aðstæðna á markaði. Þvert á móti. ,,Tilboðið var mjög gott og ég geng mjög sáttur frá þessu. Ég óska þeim alls hins besta og ég veit að fyrirtækið á eftir að blómstra í þeirra höndum."

Þorgeir Jósepsson, forstjóri Ris, sagði í samtali við Viðskiptablaðið að hann væri einn af kaupendunum. Hann segir að kaupin hafi verið rúma viku í vinnslu. Aðspurður sagði Þorgeir líta björtum augum á framtíðina og að fyrirtækið væri með mikinn fjölda íbúða í byggingu víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu.

Engilbert segir að ný verkefni taki við hjá sér. Jafnvel nám. ,,Lífið er fullt af surprises."















Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×