Handbolti

Guðjón með stórleik í sigri Löwen

NordicPhotos/GettyImages

Guðjón Valur Sigurðsson átti frábæran leik þegar lið hans Rhein-Neckar Löwen vann öruggan 33-24 sigur á Stralsunder í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Guðjón Valur skoraði 13 mörk fyrir Löwen sem hafði yfir 18-13 í hálfleik. Sjö marka Guðjóns komu úr vítaköstum, sem öll rötuðu rétta leið hjá honum í dag.

Róbert Gunnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Gummersbach þegar liðið gerði jafntefli við Dormagen á útivelli 28-28, en gestirnir í Gummersbach voru fjórum mörkum undir í hálfleik 17-13.

Þá skoraði Einar Hólmgeirsson tvö mörk fyrir Grosswallstadt í 28-22 sigri liðsins á Balingen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×