Handbolti

Lemgo vann Nordhorn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vignir í leik með Lemgo.
Vignir í leik með Lemgo. Nordic Photos / Bongarts

Lemgo vann í dag mjög góðan sigur á Nordhorn, 35-33, á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Nordhorn var með yfirhöndina í hálfleik, 17-16, en Lemgo naði yfirhöndinni um miðjan síðari hálfleik og komst í fimm marka forystu, 30-25, þegar um tíu mínútur voru til leiksloka.

Vignir Svavarsson skoraði fimm mörk fyrir Lemgo og Logi Geirsson fjögur, þar af skoraði hann síðasta mark Lemgo og kom liðinu í fjögurra marka forystu þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka.

Lemgo er í öðru sæti deildarinnar með 21 stig, tveimur stigum á eftir Kiel sem á leik til góða.

Þá vann Minden sigur á Grosswallstadt á heimavelli, 31-10, þar sem Gylfi Gylfason skoraði fimm mörk fyrir fyrrnefnda liðið en Ingimundur Ingimundarson ekkert. Einar Hólmgeirsson skoraði þrjú mörk fyrir Grosswallstadt.

Að síðustu vann Melsungen öruggan sigur á Dormagen, 43-30. Nordhorn er í tíunda sæti deildarinnar með þrettán stig og Melsungen í því tólfta með ellefu. Grosswallstadt er í tólfta sæti með níu stig og Minden í fjórtánda með átta. Dormagen er í sextánda sæti með sex stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×