Viðskipti erlent

Einn af stjórnendum UBS í haldi bandarískra yfirvalda

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bandaríski UBS bankinn. Mynd/ AFP.
Bandaríski UBS bankinn. Mynd/ AFP.

Einn af stjórnendum svissneska UBS bankans er í haldi yfirvalda í Bandaríkjunum. Verið er að kanna hvort svissneski bankinn hafi hjálpað bandarískum viðskiptavinum sínum að svíkja undan skatti.

Bankinn staðfesti í gærkvöld að dómsmálaráðuneytið stæði að rannsókninni. Talsmenn bankans neita að gefa upp en Financial Times segir að um sé að ræða Martin Liechti lykilmann hjá einstaklingsþjónustu UBS. Talið er að Liecthi hafi verið tekinn í ferð hans til Miami í síðasta mánuði.

Dómsmálaráðuneytið rannsakar fjárfestingaráðgjöf sem UBS gaf viðskiptavinum sínum á tímabilinu 2000 - 2007, en yfirvöld í Bandaríkjunum eru einnig að rannsaka hvort að starfsmenn UBS hafi hundsað reglur um að skrá sig opinberlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×