Keynes hrósar sigri 6. desember 2008 05:30 Nú eru allir orðnir hallir undir kenningar Keynes. Jafnvel bandarískir hægrisinnar fylkja sé nú bak við málstað hans af slíkum móð að orð fá því ekki lýst. Fyrir þau okkar sem byggðum kenningar okkar á fræðilegum grunni Keynes er þetta sigurstund, eftir rúmlega þriggja áratuga eyðimerkurgöngu. Að vissu leyti má segja að rök og sannanir hafi nú borið sigurorð af hugmyndafræði og hagsmunum. Hagfræðikenningar hafa fyrir löngu sýnt fram á hvers vegna óbeislaðir markaðir leiðréttu ekki sjálfa sig, hvers vegna væri þörf á reglum og eftirliti og hvers vegna ríkið hefði mikilvægu hlutverki að gegna í hagkerfinu. Margir, sérstaklega á fjármálamarkaðnum, ráku hins vegar vissa tegund af markaðslegri bókstafstrú. Það leiddi til misráðinnar stefnumörkunar - sem sumir af efnahagsráðgjöfum Baracks Obama, nýkjörins Bandaríkjaforseta, töluðu fyrir - og hafði áður reynst þróunarlöndum dýrkeypt. Það var ekki fyrr en sama stefna fór að valda búsifjum í Bandaríkjunum og fleiri iðnríkjum sem sannleikurinn fór að renna upp fyrir mönnum. Ekki sama til hvaða aðgerða er gripiðKeynes hélt því bæði fram að markaðir leiðréttu sig ekki sjálfir og að í snarpri efnahagslægð væri peningamálastefna ekki vænleg til árangurs. Aðgerða í ríkisfjármálum væri þörf. En það er ekki sama til hvaða aðgerða í ríkisfjármálum er gripið. Í Bandaríkjunum, þar sem skuldaaukning heimilanna og mikil óvissa vofir yfir, myndu til dæmis skattalækkanir hrökkva skammt núna (rétt eins og í Japan á 10. áratug síðustu aldar). Skattalækkanirnar í Bandaríkjunum í febrúar síðastliðnum voru til dæmis að miklu leyti, ef ekki mestu leyti, nýttar í sparnað.Í ljósi hins ógnarlanga skuldahala sem Bush-stjórnin skilur eftir sig ætti Bandaríkjunum að vera umhugað um að hámarka efnahagslega örvun fyrir hvern dollara sem er eytt.Bandaríkin súpa nú seyðið af því að of lítið var fjárfest í tækni og grunnþáttum hagkerfisins, sér í lagi af vistvænum toga, og gjáin milli ríkra og fátækra stækkar. Að bregðast við því krefst þess að samræmi sé á milli útgjalda til skemmri tíma og og sýn til lengri tíma. Það krefst endurskipulagningar á sviði skattlagningar og útgjalda. Að lækka skatta hinna minnst efnuðu og hækka atvinnuleysisbætur, en hækka um leið skatta hinna ríku, getur örvað hagkerfið, minnkað fjárlagahallann og dregið úr ójöfnuði.Keynes hafði áhyggjur af greiðslugetugildru - vangetu fjármálayfirvalda til að minnka eða auka lánsfjármagn, til að halda hjólum efnahagslífsins gangandi. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hefur af fremsta megni reynt að forðast að seðlabankanum verði kennt um að hafa dýpkað kreppuna, rétt eins og þegar honum var kennt um að hafa valdið Kreppunni miklu, eins og frægt er, en lánsfjármagn dróst saman um leið og bankarnir riðuðu til falls.En það ber að lesa bæði sagnfræði og hagfræði gaumgæfilega. Það er ekki tilgangurinn í sjálfu sér að standa vörð um fjármálastofnanir, heldur leiðin að takmarkinu. Það er lánsfjármagnsflæðið sem skiptir máli. Ástæðan fyrir því að gjaldþrot banka höfðu svo mikið að segja í Kreppunni miklu var sú að þeir gegndu því hlutverki að meta lánshæfi og voru þannig mikilvægar uppsprettur upplýsinga til að viðhalda nauðsynlegu lánsfjármagni. Úr lánastarfsemi í flutningastarfsemiEn fjármálakerfi Bandaríkjanna hefur tekið stakkaskiptum síðan á 4. áratug síðustu aldar. Margir af stóru bönkunum í Bandaríkjunum færðu sig úr „lánastarfsemi" yfir í „flutningastarfsemi". Þeir einbeittu sér að því að kaupa eignir, setja þær í nýjar umbúðir og selja á ný. Og um leið slógu þeir nýtt tossamet við áhættu- og greiðslumat. Hundruð milljörðum dollara hefur nú verið eytt í að halda lífi í þessum óstarfhæfu stofnunum.Ekkert hefur verið gert til að taka á fúnum innviðum þeirra, sem stuðluðu að skammsýnni hegðun og óhóflegri áhættutöku. Launin sem menn skömmtuðu sjálfum sér voru úr algjörum takti við það sem almennt gerðist. Það þarf ekki að koma á óvart þótt þessi eltingaleikur við eiginhagsmuni (græðgi) hafi haft samfélagslegar hörmungar í för með sér. Hagsmuna hluthafanna var ekki einu sinni gætt.Um leið er of lítið gert til að styðja banka sem gera það sem bankar eiga að gera - lána peninga og meta greiðslugetu. Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur tekið á sig billjónir dollara í skuldbindingum og áhættu. Til að bjarga fjármálakerfinu, ekki síður en ríkisfjármálunum, þarf hver dollar að nýtast sem best, ellegar mun fjárlagahallinn, sem hefur tvöfaldast á undanförnum átta árum, snaraukast.Í september var rætt um að ríkið myndi endurheimta peningana sína með vöxtum. Eftir því sem björgunaraðgerðirnar blása sífellt meira út kemur í ljós að þetta var aðeins enn eitt dæmið um vanmat fjármálamarkaðanna. Skilmálarnir fyrir björgunaraðgerðunum komu sér illa fyrir skattgreiðendur en þrátt fyrir allt sem í þær hefur verið lagt hafa þær ekki borið mikinn árangur. Einlæg hugarfarsbreyting?Þrýstingur nýfrjálshyggjunnar á afnám reglugerðarkerfisins þjónaði hagsmunum sumra vel; fjármálamarkaðir mökuðu krókinn í frelsinu. Það má vera að það hafi komið bandarískum fyrirtækjum vel að geta selt ótryggar eignir og taka þátt í spákaupmennsku um allan heim, jafnvel þótt það þýddi að miklum kostnaði væri velt yfir á aðra.Nú er sú hætta fyrir hendi að kenningar í anda Keynes verði notaðar, eða misnotaðar, til að þjóna sömu hagsmunum. Hafa þeir sem þrýstu á afnám reglugerða fyrir áratug lært sína lexíu? Eða sækjast þeir einfaldlega eftir yfirborðskenndum umbótum - að uppfylla lágmarksskilyrði til að réttlæta hinar rándýru björgunaraðgerðir? Hafa þeir skipt um skoðun eða skipt um aðferð? Því eins og horfir við í dag virðast kenningar Keynes gróðavænlegri en fylgispekt við markaðslega bókastafstrú!Fyrir áratug, þegar kreppa reið yfir Asíu, var mikið rætt um þörfina á að endurskipuleggja hið alþjóðlega fjármálakerfi. Lítið var aðhafst. Það er brýnt að við bregðumst ekki aðeins við aðsteðjandi vanda á viðeigandi hátt, heldur ráðumst einnig í nauðsynlegar umbætur til að búa til alþjóðahagkerfi sem tryggir stöðugleika, hagsæld og jöfnuð til framtíðar.Höfundur er Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og prófessor við Columbia-háskóla. Millifyrirsagnir eru blaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú eru allir orðnir hallir undir kenningar Keynes. Jafnvel bandarískir hægrisinnar fylkja sé nú bak við málstað hans af slíkum móð að orð fá því ekki lýst. Fyrir þau okkar sem byggðum kenningar okkar á fræðilegum grunni Keynes er þetta sigurstund, eftir rúmlega þriggja áratuga eyðimerkurgöngu. Að vissu leyti má segja að rök og sannanir hafi nú borið sigurorð af hugmyndafræði og hagsmunum. Hagfræðikenningar hafa fyrir löngu sýnt fram á hvers vegna óbeislaðir markaðir leiðréttu ekki sjálfa sig, hvers vegna væri þörf á reglum og eftirliti og hvers vegna ríkið hefði mikilvægu hlutverki að gegna í hagkerfinu. Margir, sérstaklega á fjármálamarkaðnum, ráku hins vegar vissa tegund af markaðslegri bókstafstrú. Það leiddi til misráðinnar stefnumörkunar - sem sumir af efnahagsráðgjöfum Baracks Obama, nýkjörins Bandaríkjaforseta, töluðu fyrir - og hafði áður reynst þróunarlöndum dýrkeypt. Það var ekki fyrr en sama stefna fór að valda búsifjum í Bandaríkjunum og fleiri iðnríkjum sem sannleikurinn fór að renna upp fyrir mönnum. Ekki sama til hvaða aðgerða er gripiðKeynes hélt því bæði fram að markaðir leiðréttu sig ekki sjálfir og að í snarpri efnahagslægð væri peningamálastefna ekki vænleg til árangurs. Aðgerða í ríkisfjármálum væri þörf. En það er ekki sama til hvaða aðgerða í ríkisfjármálum er gripið. Í Bandaríkjunum, þar sem skuldaaukning heimilanna og mikil óvissa vofir yfir, myndu til dæmis skattalækkanir hrökkva skammt núna (rétt eins og í Japan á 10. áratug síðustu aldar). Skattalækkanirnar í Bandaríkjunum í febrúar síðastliðnum voru til dæmis að miklu leyti, ef ekki mestu leyti, nýttar í sparnað.Í ljósi hins ógnarlanga skuldahala sem Bush-stjórnin skilur eftir sig ætti Bandaríkjunum að vera umhugað um að hámarka efnahagslega örvun fyrir hvern dollara sem er eytt.Bandaríkin súpa nú seyðið af því að of lítið var fjárfest í tækni og grunnþáttum hagkerfisins, sér í lagi af vistvænum toga, og gjáin milli ríkra og fátækra stækkar. Að bregðast við því krefst þess að samræmi sé á milli útgjalda til skemmri tíma og og sýn til lengri tíma. Það krefst endurskipulagningar á sviði skattlagningar og útgjalda. Að lækka skatta hinna minnst efnuðu og hækka atvinnuleysisbætur, en hækka um leið skatta hinna ríku, getur örvað hagkerfið, minnkað fjárlagahallann og dregið úr ójöfnuði.Keynes hafði áhyggjur af greiðslugetugildru - vangetu fjármálayfirvalda til að minnka eða auka lánsfjármagn, til að halda hjólum efnahagslífsins gangandi. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hefur af fremsta megni reynt að forðast að seðlabankanum verði kennt um að hafa dýpkað kreppuna, rétt eins og þegar honum var kennt um að hafa valdið Kreppunni miklu, eins og frægt er, en lánsfjármagn dróst saman um leið og bankarnir riðuðu til falls.En það ber að lesa bæði sagnfræði og hagfræði gaumgæfilega. Það er ekki tilgangurinn í sjálfu sér að standa vörð um fjármálastofnanir, heldur leiðin að takmarkinu. Það er lánsfjármagnsflæðið sem skiptir máli. Ástæðan fyrir því að gjaldþrot banka höfðu svo mikið að segja í Kreppunni miklu var sú að þeir gegndu því hlutverki að meta lánshæfi og voru þannig mikilvægar uppsprettur upplýsinga til að viðhalda nauðsynlegu lánsfjármagni. Úr lánastarfsemi í flutningastarfsemiEn fjármálakerfi Bandaríkjanna hefur tekið stakkaskiptum síðan á 4. áratug síðustu aldar. Margir af stóru bönkunum í Bandaríkjunum færðu sig úr „lánastarfsemi" yfir í „flutningastarfsemi". Þeir einbeittu sér að því að kaupa eignir, setja þær í nýjar umbúðir og selja á ný. Og um leið slógu þeir nýtt tossamet við áhættu- og greiðslumat. Hundruð milljörðum dollara hefur nú verið eytt í að halda lífi í þessum óstarfhæfu stofnunum.Ekkert hefur verið gert til að taka á fúnum innviðum þeirra, sem stuðluðu að skammsýnni hegðun og óhóflegri áhættutöku. Launin sem menn skömmtuðu sjálfum sér voru úr algjörum takti við það sem almennt gerðist. Það þarf ekki að koma á óvart þótt þessi eltingaleikur við eiginhagsmuni (græðgi) hafi haft samfélagslegar hörmungar í för með sér. Hagsmuna hluthafanna var ekki einu sinni gætt.Um leið er of lítið gert til að styðja banka sem gera það sem bankar eiga að gera - lána peninga og meta greiðslugetu. Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur tekið á sig billjónir dollara í skuldbindingum og áhættu. Til að bjarga fjármálakerfinu, ekki síður en ríkisfjármálunum, þarf hver dollar að nýtast sem best, ellegar mun fjárlagahallinn, sem hefur tvöfaldast á undanförnum átta árum, snaraukast.Í september var rætt um að ríkið myndi endurheimta peningana sína með vöxtum. Eftir því sem björgunaraðgerðirnar blása sífellt meira út kemur í ljós að þetta var aðeins enn eitt dæmið um vanmat fjármálamarkaðanna. Skilmálarnir fyrir björgunaraðgerðunum komu sér illa fyrir skattgreiðendur en þrátt fyrir allt sem í þær hefur verið lagt hafa þær ekki borið mikinn árangur. Einlæg hugarfarsbreyting?Þrýstingur nýfrjálshyggjunnar á afnám reglugerðarkerfisins þjónaði hagsmunum sumra vel; fjármálamarkaðir mökuðu krókinn í frelsinu. Það má vera að það hafi komið bandarískum fyrirtækjum vel að geta selt ótryggar eignir og taka þátt í spákaupmennsku um allan heim, jafnvel þótt það þýddi að miklum kostnaði væri velt yfir á aðra.Nú er sú hætta fyrir hendi að kenningar í anda Keynes verði notaðar, eða misnotaðar, til að þjóna sömu hagsmunum. Hafa þeir sem þrýstu á afnám reglugerða fyrir áratug lært sína lexíu? Eða sækjast þeir einfaldlega eftir yfirborðskenndum umbótum - að uppfylla lágmarksskilyrði til að réttlæta hinar rándýru björgunaraðgerðir? Hafa þeir skipt um skoðun eða skipt um aðferð? Því eins og horfir við í dag virðast kenningar Keynes gróðavænlegri en fylgispekt við markaðslega bókastafstrú!Fyrir áratug, þegar kreppa reið yfir Asíu, var mikið rætt um þörfina á að endurskipuleggja hið alþjóðlega fjármálakerfi. Lítið var aðhafst. Það er brýnt að við bregðumst ekki aðeins við aðsteðjandi vanda á viðeigandi hátt, heldur ráðumst einnig í nauðsynlegar umbætur til að búa til alþjóðahagkerfi sem tryggir stöðugleika, hagsæld og jöfnuð til framtíðar.Höfundur er Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og prófessor við Columbia-háskóla. Millifyrirsagnir eru blaðsins.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun