Innlent

Dagbók Matthíasar: Bað Styrmi um að taka við formennsku í Sjálfstæðisflokknum

Styrmir Gunnarsson
Styrmir Gunnarsson

Geir Hallgrímsson bað Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins, um að taka við formennsku í Sjálfstæðisflokknum af honum sjálfum árið 1983. Þetta kemur fram í dagbók Matthíasar Johannessen, fyrrverandi ritstjóra Motgunblaðsins, sem hann birti um helgina.

„Geir [Hallgrímsson, innsk. blm.] talaði einhvern tíma þetta sumar um það við Styrmi [Gunnarsson, innsk. blm.] að hann tæki við af sér, en Styrmir hafnaði því. Sagði að það væri út í hött. Geir kom aftur að því síðar, en Styrmir sat við sinn keip og hafnaði því, enda gæti hann það ekki af persónulegum ástæðum. Eftir það fór Geir eitthvað að gæla við þá hugmynd að hann héldi áfram, sneri sér m.a. til okkar Styrmis og Björns Bjarnasonar, en við gáfum lítið út á það, þótt við teldum það ekki hyggilegt. Hann hvarf svo frá þeirri hugmynd og Þorsteinn [Pálsson, innsk. blm.] tók við flokknum á næsta landsfundi, haustið 1983."

Úr dagbók Matthíasar Johannessen sem birt er á vefsvæði hans, matthias.is










Fleiri fréttir

Sjá meira


×