Við getum þetta Stefán Ólafsson skrifar 11. október 2008 05:00 Þegar hamfarir ganga yfir er mikilvægt að skilja þá möguleika sem eru fyrir hendi. Grundvöllur samfélagsins á Íslandi mun standa áfram þótt fjármálayfirbyggingin sé hrunin og dragi annað með sér í fallinu. Sá grundvöllur er sterkur. Ég vil benda á nokkur atriði sem sýna að við eigum vel að geta staðið þetta af okkur og risið upp á ný. Hagsæld Íslendinga var góð áður en nýfrjálshyggjan og einkabankarnir komu til valda. Íslendingar höfðu um langt árabil verið í hópi tíu til tólf ríkustu þjóða heims og erlendar skuldir voru hóflegar. Frá 1960 til 1980 var hagvöxtur t.d. mun meiri en verið hefur eftir 1995. Það er því alrangt þegar fullyrt er að hagsældin á síðustu árum hafi verið meiri en nokkru sinni fyrr í sögu þjóðarinnar. Kaupmáttaraukning almennings var einnig mun meiri 1960 til 1980 en á tímabilinu 1995 til 2005. Mikið fé var vissulega í umferð og neyslukapphlaupið gríðarlegt á síðustu árum, en það hvíldi á skuldasöfnun. Þetta sýnir að hagsæld þjóðarinnar var orðin traust áður en nýfrjálshyggjan og einkabankarnir leiddu okkur í núverandi stöðu. Eftir fyrirliggjandi hreingerningu mun vinnusöm þjóðin hafa möguleika til nýrrar sóknar, en á traustari grunni. Annað sem sýnir að við getum staðið þetta af okkur er það að á 20. öldinni urðu Íslendingar oft fyrir stórum efnahagsáföllum sem leiddu til mikilla tímabundinna kjaraskerðinga. Hrun síldarstofnsins skók t.d. efnahagslegar undirstöður hagkerfisins á árunum 1968 til 1970. Gengisfall varð mikið, kaupmáttarskerðing sömuleiðis og aukið atvinnuleysi. Nokkur brottflutningur varð en síðan reis þjóðin fljótt til nýrrar sóknar. Fleiri slík áfallatímabil má nefna, svo sem árin 1983-4 þegar byrði vegna húsnæðisskulda keyrði um þverbak. Í kreppu verður velferðarkerfið enn mikilvægara en áður. Þannig þarf Íbúðalánasjóður að verða mörgum til bjargar á næstu misserum. Almannatryggingar munu þurfa að bæta lífeyrisþegum tapaðan lífeyri frá lífeyrissjóðunum að hluta og verja sérstaklega þá sem minnst hafa. Stjórnvöld þurfa því að hafa velferðarmál í forgangi. Það mun milda þrengingarnar sem nú leggjast á þjóðina. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Þegar hamfarir ganga yfir er mikilvægt að skilja þá möguleika sem eru fyrir hendi. Grundvöllur samfélagsins á Íslandi mun standa áfram þótt fjármálayfirbyggingin sé hrunin og dragi annað með sér í fallinu. Sá grundvöllur er sterkur. Ég vil benda á nokkur atriði sem sýna að við eigum vel að geta staðið þetta af okkur og risið upp á ný. Hagsæld Íslendinga var góð áður en nýfrjálshyggjan og einkabankarnir komu til valda. Íslendingar höfðu um langt árabil verið í hópi tíu til tólf ríkustu þjóða heims og erlendar skuldir voru hóflegar. Frá 1960 til 1980 var hagvöxtur t.d. mun meiri en verið hefur eftir 1995. Það er því alrangt þegar fullyrt er að hagsældin á síðustu árum hafi verið meiri en nokkru sinni fyrr í sögu þjóðarinnar. Kaupmáttaraukning almennings var einnig mun meiri 1960 til 1980 en á tímabilinu 1995 til 2005. Mikið fé var vissulega í umferð og neyslukapphlaupið gríðarlegt á síðustu árum, en það hvíldi á skuldasöfnun. Þetta sýnir að hagsæld þjóðarinnar var orðin traust áður en nýfrjálshyggjan og einkabankarnir leiddu okkur í núverandi stöðu. Eftir fyrirliggjandi hreingerningu mun vinnusöm þjóðin hafa möguleika til nýrrar sóknar, en á traustari grunni. Annað sem sýnir að við getum staðið þetta af okkur er það að á 20. öldinni urðu Íslendingar oft fyrir stórum efnahagsáföllum sem leiddu til mikilla tímabundinna kjaraskerðinga. Hrun síldarstofnsins skók t.d. efnahagslegar undirstöður hagkerfisins á árunum 1968 til 1970. Gengisfall varð mikið, kaupmáttarskerðing sömuleiðis og aukið atvinnuleysi. Nokkur brottflutningur varð en síðan reis þjóðin fljótt til nýrrar sóknar. Fleiri slík áfallatímabil má nefna, svo sem árin 1983-4 þegar byrði vegna húsnæðisskulda keyrði um þverbak. Í kreppu verður velferðarkerfið enn mikilvægara en áður. Þannig þarf Íbúðalánasjóður að verða mörgum til bjargar á næstu misserum. Almannatryggingar munu þurfa að bæta lífeyrisþegum tapaðan lífeyri frá lífeyrissjóðunum að hluta og verja sérstaklega þá sem minnst hafa. Stjórnvöld þurfa því að hafa velferðarmál í forgangi. Það mun milda þrengingarnar sem nú leggjast á þjóðina. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar