Erlent

Obama safnaði alls 66 milljónum dala

Obama gekk vel að safna í kosningasjóð sinn í ágústmánuði. Hér sést hann faðma mótframbjóðanda sinn - John McCain - í sjónvarpsþætti þar sem hryðjuverkaárásanna 11. september 2001 var minnst.
Obama gekk vel að safna í kosningasjóð sinn í ágústmánuði. Hér sést hann faðma mótframbjóðanda sinn - John McCain - í sjónvarpsþætti þar sem hryðjuverkaárásanna 11. september 2001 var minnst.

Frambjóðandi Demókrataflokksins til bandarísku forsetakosninganna, Barack Obama, safnaði alls 66 milljónum dala, sem jafngildir um sex milljörðum íslenskra króna, í kosningasjóð sinn í ágúst. Frá því að Obama hóf baráttu sína höfðu mest safnast 55 milljónir dala í einum mánuði. Það var í febrúar.

Talið er líklegt að Obama hafi úr meiri peningum að moða en John McCain keppinautur hans seinustu tvo mánuðina fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í byrjun nóvember.

Rúmlega hálf milljón Bandaríkjamanna styrkti kosningabaráttu Obama í fyrsta skipti í mánuðinum. Hann hefur að miklu leyti byggt kosningabaráttu sína á fjárframlögum einstaklinga.

Obama lýsti því yfir í júli að hann ætlaði ekki taka við fjárveitingu til framboðs síns úr opinberum sjóðum. Hann er fyrsti forsetaframbjóðandinn sem þiggur ekki styrkinn sem var komið á í kjölfar Watergate-hneykslisins á 8. áratug seinustu aldar. Forsetaframbjóðendum stendur til boða 84 milljón dala opinber fjárstyrkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×