Viðskipti erlent

Verðbólga í Evrópu sú mesta s.l. 16 ár

Verðbólga í ríkjum Evrópubandalagsins mælist nú 3,6% og hefur ekki verið meiri undanfarin 16 ár. Verðbólgan jókst mun meir í mars en gert var ráð fyrir einkum vegna hækkana á orku- og matvælaverði.

Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni og þar segir að sökum þess hve evran er sterk gagnvart dollar þessa stundina sé ólíklegt að Seðlabanki Evrópu muni breyta stýrivöxtum sínum til að mæta auknum verðbólguþrýstingi.

Alan McQuaid aðalhagfræðingur hjá Bloxham Stockbrokers í Dublin segir að ekki sé hægt að útiloka að Seðlabankinn muni halda 4% stýrivöxtum sínum óbreyttum út þetta ár, einkum ef ekki dragi úr verðbólguþrýstingnum.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×