Viðskipti erlent

Seðlabanki Englands heldur stýrivöxtum óbreyttum

Seðlabanki Englands ákvað að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum í 5%. Þetta er ákvörðun sem flestir áttu von á en bankinn hefur lækkað stýrivexti sína þrisvar frá því í desember s.l.

 

Ástæðan fyrir því að halda stýrivöxtunum óbreyttum eru einkum áhyggjur af vaxandi verðbólgu á Bretlandseyjum. Fréttaveitan Bloomberg bað rúmlega 60 hagfræðinga að spá fyrir um ákvörðun bankans og aðeins 5 þeirra töldu að vöxtunum yrði breytt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×