Viðskipti erlent

Bill Gates er ekki lengur ríkasti maður heimsins

Bill Gates stofnandi Microsoft er dottinn af stallinum sem ríkasti maður heims eftir að hafa trónað þar undanfarin 13 ár. Samkvæmt árlegum lista Forbes tímaritsins er ofurfjárfestirinn Warren Buffett nú ríkasti maður heims.

Auðæfi Buffett uxu á síðasta ári úr 52 milljörðum dollara upp í 62 milljarða dollara. Auður Bill Gates jókst um 2 milljarða dollara á síðasta ári en með því náði hann þriðja sætinu á lista Forbes.

Næstríkasti maður heims í dag er svo mexíkaninn Carlos Slim Helu en hann hefur auðgast á símafyrirtækjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×