Viðskipti erlent

Metsamdráttur í smásöluverslun

Smávörusala í Evrópu dróst saman um 1,6% í mars, sem er mesti samdráttur síðan 1995 og tvöfalt það sem hagfræðingar höfðu búist við. Ástæðan er rakin til hækkunar á bensíni og matarverði.

Samkvæmt upplýsingum sem Bloomberg fréttastofan hefur frá tölfræðiskrifstofu Evrópusambandsins er um að ræða mesta samdrátt í smásölu síðan mælingar hófust, fyrir rúmum áratug síðan.

Smásalan dróst um 0,4% á milli mánaða á evrusvæðinu, en hagfræðingar höfðu spáð um 0,7% samdrætti á ársgrundvelli, samkvæmt Bloomberg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×