Körfubolti

Argentínumenn vaknaðir

Elvar Geir Magnússon skrifar
Úr leik Argentínu og Ástralíu.
Úr leik Argentínu og Ástralíu.

Eftir tap gegn Litháen í fyrstu umferð náði argentínska körfuboltalandsliðið sigri á Ólympíuleikunum í dag. Liðið vann Ástralíu 85-68.

Manu Ginobili var stigahæstur í liði Argentínu með 21 stig. Fjölmargir leikir voru í körfuboltakeppninni í dag. Bandaríkin unnu Angóla 97-76 þar sem Dwyane Wade skoraði 19 stig.

Staðan í riðlunum tveimur er þannig að í A-riðli hafa Litháen og Króatía fjögur stig, Rússar og Argentínumenn eru með þrjú og Ástralía og Íran hafa tvö. Í B-riðli eru Bandaríkin og Spánn með fjögur stig, Grikkir og Þjóðverjar með þrjú og Angóla og Kína hafa tvö.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×